Finnbogi Kristjánsson lögg. fasteignasali co FRÓN fasteignamiðlun sýnir eignina s. 897-1212. [email protected]

Um er að ræða 94,6 fm íbúð á 1 hæð með aukaherbergi í kjallara með sameiginlegu baði. Íbúðin er mjög snyrtileg og hefur verið haldið vel við og margt endurnýjað.
Þetta er mjög góð eign fyrir fjölskyldu og til að búa í sem er í frábæru hverfi við Fossvoginn. Nýtt gólfefni á allri íbúðinni, nýtt eldhús ofl. 

Komið er inn í forstofu með hengi. Þar innaf er gangur inn í bað og hjónaherbergi. Rúmgóðir skápar á gangi með parketi.
Baðið er með flísum og rúmgóðum sturtuklefa, vaskur í borði með skúffueiningu og skápar. Hvít tæki og allt nýlega endurnýjað.
Hjónaherbergi er með rúmgóðum skápum, parketi og hillum. Gengt út á rúmgóðar svalir, nýr gluggi og svalahurð. Málað gólf á svölum.
Gott barnaherbergi með parketi og ljósum skáp. Annað barnaherbergi með parketi og ljósum skáp.
Eldhús með nýrri innréttingu. Skipt var um öll tæki, uppþvottavél og ísskápur geta fylgt með. Stálvaskur og gluggi. Hillueining á öðrum vegg. Borðrkókur. Flísar á gólfi.
Stofan er rúmgóð með parketi, gengt út á suður svalir. Nýjir gluggar og svalahurð.
Í kjallara er herbergi með parketi, skúffukommóða og gluggi. Á sömu hæð er sameiginlegt bað með sturtu. Verður gert upp í sumar.

Sér geymsla á geymslugangi, með glugga.
Sameiginlegt þvottaherbergi. Sameiginleg hjólageymsla. Ganga má beint inn í sameign af lóð.
íbúðin hefur verið máluð öll upp. Verið er að skipta um skólp í sameign, sem húsfélagið er að gera.
Húsið í góðu lagi og hefur verið haldið vel við, má fara að mála suðurhlið.
Frábær staður og stutt í alla þjónustu, skóla og í nátturuna í Fossvoginum.

Finnbogi Kristjánsson lögg. fasteigna- skipa og fyrirtækjasali og lögg. leigumiðlari hefur starfað við fasteignasölu í rúm 35 ár og er eigandi af FRÓN fasteignamiðlun. Sérhæfing í sölu og veðmötum á fasteignum. Einnig í fjármálum heimilanna, rekstri smærri fyrirtækja, sölu fasteigna, skipa, lands og bújarða

 

Verð

61.900.000 kr.

Fasteignamat

45.200.000 kr.

Brunabótamat

38.750.000 kr.

Stærð

94 m²

Tegund

Fjölbýli

Byggingarár

1974

Herbergi

5

Svefnherbergi

4

Baðherbergi

3

Inngangur

Sameiginlegur

Garður

Svalir

Gæludýr leyfð