Fréttir
Síðast liðið ár var eitt allra stærsta ár hjá FRÓN fasteignamiðlun. Aldrei hafa selst eins margar eigir á einu ári. Það má því segja að það sé ,,uppselt“ eins og einn góður fasteignasali sagði við mig sem ég vann með hér á árum áður. Þannig að stefna hjá FRÓN fasteignamiðlun er að hver eign sem kemur á skrá, verður seld. Um 98% af fasteignunum voru í eikasölu, hjá Finnboga Kristjánssyni lögg. fasteigna- skipa og fyrirtækjasala.
Dreifing sölusvæðis var aðallega Reykjavík og nágreni var stærst. Síðan kom suðurnes, þ.e. frá Vatnleysuströnd, Njarðvík og Grindavík, ásamt Keflavík. Vesturland kom sterkt inn. Norðurland, þ.e. Akureyri og Sauðárkrókur svo dæmi sé tekið. Vestfirðir, eins og Ísafjörður og nágreni kom við sögu. Seyðisfjörður kom sterkt inn, enda mjög sérstök hús þar og falleg.
Þriggja til fjögra herbergja íbúðir voru til helminga, einbýli og svo atvinnuhús komu þar næst á eftir, einkum Hótel og gistiheimili sem Finnbogi Kr. fasteignasali hefur sérhæft sig í. Jarðir og sumarhús voru nokkrar svo og fasteignaráðgjöf í kring um það. Nokkur fyrirtæki voru seld, bæði í ferðaþjónustu og iðnfyrirtæki.
Nokkuð var um verðmöt á íbúðum en þá oft á stærri eignum eins og hótelum, atvinnuhúnæðum og fyrirtækjum.
Allar eigir sem komu á skrá hjá FRÓN, á síðasta ári, seldust ,,upp“. Þannig er það, áfram í ár að lögð verður áhersla á að hver eign sem kemur inn, verður seld. Meðalsölutími voru þrjár vikur eða alveg frá því samdægurs og upp í sex vikur.
Talsverð hreyfing var á síðasta ári í leigumiðlun. Covit 19 kom þar við sögu að breyta þurfti leigusamningum.
FRÓN fasteignamiðlun þurfti því ekki á neinum lokunarstyrkjum að halda eða hlutabótum, vegna Covid þrátt fyrir að það hafði áhrif á starfsemi fasteignasölu, m.a. hvar og hvernig halda átti fundi með fólki og sóttvarnir. Öll nærvera var farið eftir reglum þríeykisins og voru því ekki ,,grímulaus“ viðskipt að ræða, ef má orða það svo.
Ráðgjöf hefur aukist talsvert. Fólk hefur í meira mæli leita til FRÓN fasteignamiðlunar til Finnboga Kr. lögg. fasteignasala, til að fá úrlausn mála við fara yfir gallaða kaupsamninga og vanefndir af hálfu seljanda, ,,þegar fasteignin reynist ekki vera það sem hún var sýnd“. Slík mál hafa aldrei verið fleiri og nokkur stórtjón um að ræða fyrir kaupandann.