Finnbogi Kristjánsson lögg. fasteignasali co FRÓN fasteignamiðlun sýnir eignina s. 897-1212.

TIL LEIGU:
Falleg og notaleg, 64 fm íbúð, í eldra virðulegu steinhúsi.. Gott svefnherbergi, sér bað og snyrting sér. Eldri stíll á eldhúsi og rúmgóð stofa, sem snúa í suður.
Salarhæð íbúðar er um 1,70 m. Húsið er í góðu viðhaldi og haldið í upprunalegt útlit að mestu. Sameign snyrtileg og vel um gengin.
Þetta er góð leigueign fyrir þá sem stunda vinnu eða nám í miðbænum. Þetta er langtímaleiga.

Nánari lýsing.
Komið er inn í stigahús með teppi. Gengið niður í snyrtilegt gangrými og þar er gengið inn í íbúðina.
Ganghol með parketi.
Snyrting með flísum á gólfi, hvít tæki.
Eldhús með ljósri rúmgóðri eldri innrétting. Mósaík flísar á milli skápa. Viðarborðplötur. Flísalagt gólf. Bjartur gluggi. Ískápur fylgir með.
Stofa með parketi, gluggi á tvo vegu sem gefur góða birtu.
Bað með ljósri rúmgóðri innréttingu, baðkar, flísar á gófi. Góður gluggi.
Svefnherbergi með parketi og skápar þar.

Ljósleiðari er tengdur í íbúðina sem fylgir með.
Þvottahús er frammi með sér þvottavél og útisnúrur á bak við hús á lóð.
Hægt er að ganga sér út úr sameign á lóð bakatil.
Sér geymsla frammi, fylgir.

Húsgögn sem eru sýnd í íbúð, geta fylgt með.

Finnbogi Kristjánsson lögg. fasteigna- skipa og fyrirtækjasali og lögg. leigumiðlari hefur starfað við fasteignasölu í rúm 35 ár og er eigandi af FRÓN fasteignamiðlun. Sérhæfing í sölu og veðmötum á eignum. Einnig í fjármálum heimilanna, rekstri smærri fyrirtækja, sölu fasteigna, skipa, lands og bújarða

Leiga
185.000 kr.

Stærð
64 m²

Tegund
Íbúð

Herbergi
2

Laus frá 1.júní 2021

Gæludýr leyfð

Langtímaleiga