Æsufell 2, 2ja herbergja íbúð með svölum

Þessi íbúð er seld!

Finnbogi Kristjánsson lögg. fasteignasali co FRÓN fasteignamiðlun sýnir eignina s. 897-1212.

Um er að ræða 2ja herbergja íbúð á 5. hæð í lyftuhúsi. Íbúðin hefur eitt gott svefnherbergi, rúmgott bað og geymslu og t.f. þvottavél á baði. Svalir í vestur. Eldhús opið við stofu. Gott útsýni yfir nær alla borgina, Faxaflóann, í vestur og suður með sjó. Góð íbúð fyrir byrjendur og til að fjárfesta í.

Gengið er inn í sameign með lyftu og stigahúsi. Teppalagðir stigar og pallar. Sameign í góðu viðhaldi og séð um alla liði fyrir hana í umsjón fyrir eigendur.

Komið er inn í íbúðina í forstofu með parketi sem liggur yfir í stofu og eldhús. Í forstofu eru góðir skápar sem ná upp í loft. Það opnast yfir í stofu.
Eldhús með nettri innréttingu, flísar á milli skápa. Þar er eyja með vask og skápum, í sem snýr að stofu.
Stofan er rúmgóð með parketi og þar er gott útsýni yfir borgina. Pláss fyrir borstofuborð í framhaldi af eldhúsi.
Innaf því er svo góð geymsla með skápum upp í loft. Þvottasnúrur þar.
Bað er rúmgott með baðkari og flísalagt. Hvít tæki, hillur og lofttúða. Tengt fyrir þvottavél.
Svefnherbergi er rúmgott með parketi og góðum skápum. Snyrtiborð í skápa innréttingu. Þar má ganga út á svalir sem snúa í suð-vestur.
Mikið útsýni yfir borgina, vestur á Snæfellsnes og suður með sjó.
Sameiginlegt þvottahús á jarðhæð með tækjum. Flokkurnaraðstaða fyrir rusl á jarðhæð. Sér frystihólf á jarðhæð. Hjóla og vagnageymsla á jarðhæð. Gæslumyndavélar í sameign. Öryggisdyrasími með myndavél. Góður sameiginlegur garður á bak við hús, sem er skjólgóður og fjölskylduvænn. Húsvörður fyrir hús nr. 2.
Aðaldyr læsast eftir kl. 22 á kvöldin og fram á morgun, fyrir almening.

Þetta er hagstæð fjárfesting fyrir hvern sem er sem er í fasteignahugleiðingum. Hentar einstaklingi eða pari til að búa í.

Íbúar húsins nr. 2 við Æsufell hafa með sér húsfélag. Einnig hafa íbúar með sér sameiginlegt húsfélag í númer 2-4-6 við Æsufell.
Greitt er í húsgjöld, alls kr. 25.261. Húsfélagið hefur leigutekjur til lækkunar á hússjóði. Sjá nánar um það í yfirlýsingu húsfélas sem er í umsjá Eignaumsjón ehf.
Fundargerðir húsfélaga liggja fyrir. Komin tími á að slípa parekt á íbúð og lakka. Yfirfara má eldhúsinnréttingu. Íbúðin mjög fín og notaleg.

Finnbogi Kristjánsson lögg. fasteigna- skipa og fyrirtækjasali og lögg. leigumiðlari hefur starfað við fasteignasölu í rúm 35 ár og er eigandi af FRÓN fasteignamiðlun. Sérhæfing í sölu og veðmötum á eignum. Einnig í fjármálum heimilanna, rekstri smærri fyrirtækja, sölu fasteigna, skipa, lands og bújarða

Verð
29.950.000 kr.

Fasteignamat
27.250.000 kr.

Brunabótamat
20.350.000 kr.

Áhvílandi

Stærð
59,6 m²

Tegund
Fjölbýli

Byggingarár
1972

Herbergi
2

Svefnherbergi
1

Baðherbergi
1

Geymsla
1

Inngangur
Sameiginlegur

Lyfta

Bílastæði
Sameiginlegt

Garður
Já, stór og skjólgóður

Svalir
Já í suð-vestur

Hjólastólaaðgengi
Já, sjálfvirk opnun með stýringu

Öryggiskerfi, myndavélar og tímalæsing

Húsvörður og eignaumsjón