Austurvegur 18-20, Guesthouse Seyðisfirði

Eitt vinsælasta gistihús á Austfjörðum með vaxandi viðskiptavild. Um er að ræða 6 stúdíó íbúðir, verslunarpláss í útleigu, ásamt þvottahúsi og geymslum. Samtals 234.391 fm. Þessi eign er hentug fyrir fjölskyldu að reka eða stærri einingu til að bæta við sig. Góðar tekjur og þægileg vinna. Hægt er að kaupa rúmgóða íbúð með í sama húsi, sem gæti verið viðbót við ferðamenn eða fyrir fjölskyldu.
Aðgengi að þvottarhúsi og geymslu að ofan. Gott bílaplan og bílastæði í kring um húsið. 

Íbúðir: Allt nýtt þar inni ásamt lögnum, rafmagni og pípulögnum. Þetta er snyrtilegt og notalegt húsnæði sem auðvelt er að þrífa og halda við. Fjórar íbúðir snúna að götu en tvær að ofanverðu. Öll þvottaraðstaða er á staðnum með tækjum sem gerir reksturinn spennandi. Bæta má við tveimur íbúðum í staðin fyrir verslunarrýmið.

Á gólfum er lagt í með epósíefni, múrað upp á veggi í kverk sem er gott að þrífa. Í loftum eru þiljur ásamt halogenlýsingu.
Eldhúsinnrétting úr við, neðri og efri skápar með vask í borði. Helluborð með háfi yfir. Flísar á milli skápa, örbylgjuofn, ísskápur ásamt kaffikönnu, brauðrist ofl. tilheyrandi áhöld í eldhúsi. Borðstofupláss er við glugga, með borði og stólum. Þar er útsýni út á sjóinn og til fjalla.
Bað er allt flísalagt á veggjum, múrað í gólf og sturtubotn, þröskuldalaust. Þar er loftdæla út, handklæðaofn á vegg. Vaskur í innréttingu, speglasápur og hengi.
Stofa með sófa og TV-græjum.  Herbergjakrókur með tvennum hótelrúmum (1.20 m) og tilheyrandi líni.
Forstofa með hengi, sem er gengið er inn af sérinngangi, af lítilli verönd sem snýr að sjó.

Íbúð nr. 6 er að ofanverðu og er stærri en hinar. Meira rými í stofu, bað stærra og eldhús, sem er hentugt fyrir faltaða. Sömu byggingarefni, aðgengi fyrir hjólastóla og allt rýmra sem hentar einnig stærri fjölskyldum.

Þvottahús og inntaksherbergi er innar í enda að ofanverðu. Rúmgóð lóð, næg bílasæði allt um kring og verandir við íbúðir.

Verslun/Apótek
Um er að ræða eitt rými í vestari enda neðri hæðar.  Þar er leigusamningur við Lyfju til ,,lengri tíma“ ótímabundinn.
Þar eru verslunarinnréttingar, með tilheyrandi. Allt gólfefni með epósiefni, afgreiðsla, skrifstofa, geymsla/lager er innaf verslunarrými. Þar má ganga út að ofanverðu. Eldhús og skrifstofurými innaf.  Þar má gera tvær íbúðir með sambærilegum hætti og hinar á hæðinni.
Rúmgóð lóð er umhverfis húsið, næg bílastæði og einkastæði fyrir ofan hús.
Húsið er ,,vel í sveit sett“ og stendur við aðalgötu bæjarins.
Reksturinn er í húsunum undir firmanu Nord Marina ehf og er rekinn gistiþjónusta allt árið sem gefur af sér um a.m.k. tvö stöðugildi eða meira. Leigutekjur eru stöðugar sem hefur áhrif á verðgildi eignanna. Eitt vinsælasta gistirýmið á Seyðisfirði, af þessari tegund. Nýr samningur við ferðaskrifstofu hefur verið gerður um efri hæð hússins, sem eykur ársveltu verulega. Teikningar hafa verið gerðar af stækkun efri hæðar. Einnig er farið að undirbúa að skipta verslunarrýminu í þrjár íbúðir á neðri hæð. Báðar þessar viðbætur kosta ekki mikið, þar sem að litlar breytingar þurfa við það sem er fyrir, en auka veðgildið talsvert.
Nord Marina hefur fengið til þess að gera háa þjónustueinkunn. Við endurhönnun eignanna var lögð áhersla á nútíma þægindi og glæsileika. Hótelíbúðirnar henta vel til útleigu jafnt fyrir fjölskyldur, smærri hópa og einstaklinga. Ein íbúð er með aðstöðu fyrir fatlaða.
Húsin eru ein af nokkrum byggingum á Seyðisfirði sem hafa verið endurgerðar. Eftirspurn hefur aukist eftir þannig eignum í dag.
Nær-hverfið er sérstaklega fjölskylduvænt hverfi með allri þeirri þjónustu er tilheyrir í skipulögðu hverfi. Það er vel staðsett gagnvart náttúru, nálægt sjó og stutt í ,,allar áttir”. Innkeyrsla er frekar auðveld. Næg bílastæði fyrir einkabíla, stærri bíla og tengivagna á lóð.
Staðsetning eignar er miðsvæðis í bænum, nálægt athafnarbryggju með tengingu við Evrópu með hafskipsbryggju og er stutt er að fara í öll önnur hverfi í nágeninu með tenginu við sjóinn. Húsiðer staðsett þannig að hæfilega ,,stutt” er að fara á stofnbraut og ,,bruna á braut”. Innkeyrsla er frekar auðveld.
Samgöngur: Öll þjónusta er í göngufæri, hverju nafni sem hún nefnist í skipulögðu íbúðarhverfi. Hægt er að hjóla í allar áttir, niður að sjó, inn í miðbæinn eða yfir í nærliggjandi hverfi. Höfnin er tenging við umheiminn. Ekki er langt aðfara yfir heiðina í flug á Egilsstaði. Samgöngur suður eru stöðugar og gott vegsamband, bæði norður og suður. Vegagerðin heldur reglulegum snjómokstri yfir heiðina að vetri til, sem er malbikuð.
Atvinna og samfélag: Atvinnuástand á Seyðisfirði og nærsveitum er nokkuð stöðugt og hefur verið vaxandi í ferðaþjónustu. Fiskveiðar eru stundaðar og landverkun. Landbúnaður er í héraðinu, ásamt þjónustu, einkum við hafskipskipa- tollgæslu. List og kvikmyndaiðnaður er orðið vel þekkt á Seyðisfirði. Heilbrigðisþjónusta er á staðnum. Menntaskóli í héraði að Egilsstöðum og hefðbundinn grunnskóli, ásamt leikskólum á staðnum. Afþreying er í meðallagi og er vaxandi. Mannlíf og menningaviðburðir eru víðþekktir á Seyðisfirði.
Eftirspurn eftir eignum og í leigu er stöðugt samfara vaxandi kaupmætti. Eigandinn er opinn fyrir skiptum á annarri eign.

Finnbogi Kristjánsson lögg. fasteigna- skipa og fyrirtækjasali  og lögg. leigumiðlari, sýnir eignina / 897-1212 / [email protected]

FRÓN fasteignamiðlun / Síðumúla 23, 2. hæð / 108 Reykjavík / 519-1212

Finnbogi Kristjánsson lögg. fasteigna- skipa og fyrirtækjasali og lögg. leigumiðlari hefur starfað við fasteignasölu í rúm 32 ár og er eigandi af FRÓN fasteignamiðlun. Sérhæfing í sölu og veðmötum á eignum. Einnig í fjármálum heimilanna, rekstri smærri fyrirtækja, sölu lands og bújarða

Verð 79.900.000 kr.
Fasteignamat 16.615.000 kr.
Brunabótamat 73.600.000 kr.
Áhvílandi 0 kr.
Tegund atv
Byggingarár 1981
Stærð 278.3 m2
Herbergi 13
Svefnherbergi 7
Stofur 6
Baðherbergi 13
Inngangur Sérinngangur