Austurvegur 18 íbúð á efri hæð á Seyðisfirði

Um er að ræða rúmgóða, 243,5 fm, átta herbergja íbúð sem nær yfir mestan hluta af efri hæð hússins. Auk þess er stór verönd með heitum potti, geymsluskúrum og útigarði. Þessi eign hentar stórri fjölskyldu og aðstöðu fyrir ferðamenn. Byggja mætti við þessa hæð um 110 fm á ,,svalagólfi“ sem er nægt pláss. En halda eftir verönd í suður með heitapottinum.

Nánari lýsing: Gengt upp sér tröppur að ofanverðu. íbúð með sér inngangi. Komið er inn í rúmgóða forstofu með múrflotuðu gólfi. Hægt er að ganga þar inn og út á svala-verönd með heitum potti, köldum geymslum í skúr. Mikið svalapláss.  Sex svefnherbergi, stór stofa, snyrtingar og böð, ásamt búri og stóru eldhúsi.  Rúmgott bað með vönduðum sturtuklefa. Innrétting er ljós og allt flísalagt, hvít tæki. Ljósar flísar á gólfi. Önnur snyrting með flísum á gólfi, með hvítum tækjum. Herbergineru öll með parketi og skápum. Gangur og hol er með parketi. Eldhús, allt með nýjum tækjum, innréttingu og borðstofu. Ljósleitar flísar á gólfi. Öll tæki fylgja með sem eru nýleg. Góð vinnuaðstaða og plássmikill borstofuaðstaða. Stofan er björt og hátt til lofts með parketi. Þarna er mjög gott útsýni yfir sjóinn, út um bjarta glugga. Auk þess er geymslur eða búr innaf eldhúsi. Sér baðherbergi með sturtu.

Aðkoman er snyrtileg og auðveld. Húsin eru staðsett við aðalbraut bæjarins og er í góðu göngufæri við alla þjónustu í bænum. Góð bílastæði og opið rými við húsin sem gefur gott útsýni út og inn fjörðinn. Hellulögn stendur yfir á verönd og lóð, sem gerir mikið fyrir eignina.
Gott skipulag eru í húsinu og auðvelt er að þrífa þau. Húsin er mjög hagstæð í rekstri og viðhaldi. Vel hljóð- og varmaeinangruð.

Reksturinn er í húsunum undir firmanu Nord Marina ehf og er rekinn gistiþjónusta allt árið sem gefur af sér um a.m.k. tvö stöðugildi eða meira. Leigutekjur eru stöðugar sem hefur áhrif á verðgildi eignanna. Eitt vinsælasta gistirýmið á Seyðisfirði, af þessari tegund. Nýr samningur við ferðaskrifstofu hefur verið gerður um efri hæð hússins, sem eykur ársveltu verulega. Teikningar hafa verið gerðar af stækkun efri hæðar. Einnig er farið að undirbúa að skipta verslunarrýminu í þrjár íbúðir á neðri hæð. Báðar þessar viðbætur kosta ekki mikið, þar sem að litlar breytingar þurfa við það sem er fyrir, en auka veðgildið talsvert.
Nord Marina hefur fengið til þess að gera háa þjónustueinkunn. Við endurhönnun eignanna var lögð áhersla á nútíma þægindi og glæsileika. Hótelíbúðirnar henta vel til útleigu jafnt fyrir fjölskyldur, smærri hópa og einstaklinga. Ein íbúð er með aðstöðu fyrir fatlaða.
Húsin eru ein af nokkrum byggingum á Seyðisfirði sem hafa verið endurgerðar. Eftirspurn hefur aukist eftir þannig eignum í dag.
Nær-hverfið er sérstaklega fjölskylduvænt hverfi með allri þeirri þjónustu er tilheyrir í skipulögðu hverfi. Það er vel staðsett gagnvart náttúru, nálægt sjó og stutt í ,,allar áttir”. Innkeyrsla er frekar auðveld. Næg bílastæði fyrir einkabíla, stærri bíla og tengivagna á lóð.
Staðsetning eignar er miðsvæðis í bænum, nálægt athafnarbryggju með tengingu við Evrópu með hafskipsbryggju og er stutt er að fara í öll önnur hverfi í nágeninu með tenginu við sjóinn. Húsiðer staðsett þannig að hæfilega ,,stutt” er að fara á stofnbraut og ,,bruna á braut”. Innkeyrsla er frekar auðveld.
Samgöngur: Öll þjónusta er í göngufæri, hverju nafni sem hún nefnist í skipulögðu íbúðarhverfi. Hægt er að hjóla í allar áttir, niður að sjó, inn í miðbæinn eða yfir í nærliggjandi hverfi. Höfnin er tenging við umheiminn. Ekki er langt aðfara yfir heiðina í flug á Egilsstaði. Samgöngur suður eru stöðugar og gott vegsamband, bæði norður og suður. Vegagerðin heldur reglulegum snjómokstri yfir heiðina að vetri til, sem er malbikuð.
Atvinna og samfélag: Atvinnuástand á Seyðisfirði og nærsveitum er nokkuð stöðugt og hefur verið vaxandi í ferðaþjónustu. Fiskveiðar eru stundaðar og landverkun. Landbúnaður er í héraðinu, ásamt þjónustu, einkum við hafskipskipa- tollgæslu. List og kvikmyndaiðnaður er orðið vel þekkt á Seyðisfirði. Heilbrigðisþjónusta er á staðnum. Menntaskóli í héraði að Egilsstöðum og hefðbundinn grunnskóli, ásamt leikskólum á staðnum. Afþreying er í meðallagi og er vaxandi. Mannlíf og menningaviðburðir eru víðþekktir á Seyðisfirði.
Eftirspurn eftir eignum og í leigu er stöðugt samfara vaxandi kaupmætti. Eigandinn er opin fyrir skiptum á annari eign.
Finnbogi Kristjánsson lögg. fasteigna- skipa og fyrirtækjasali  og lögg. leigumiðlari, sýnir eignina / 897-1212 / [email protected]

FRÓN fasteignamiðlun / Síðumúla 23, 2. hæð / 108 Reykjavík / 519-1212 / www.fron.is

Finnbogi Kristjánsson lögg. fasteigna- skipa og fyrirtækjasali og lögg. leigumiðlari hefur starfað við fasteignasölu í rúm 32 ár og er eigandi af FRÓN fasteignamiðlun. Sérhæfing í sölu og veðmötum á eignum. Einnig í fjármálum heimilanna, rekstri smærri fyrirtækja, sölu lands og bújarða

Verð 32.00.000 kr.
Fasteignamat 19.470.000 kr.
Brunabótamat 62.100.000 kr.
Áhvílandi 0 kr.
Tegund Hæðir
Byggingarár 1981
Stærð 243.5 m2
Herbergi 7
Svefnherbergi 5
Stofur 2
Baðherbergi 2
Inngangur Sérinngangur