Austurvegur 23, Seyðisfirði

Finnbogi Kristjánsson lögg. fasteignasali co FRÓN fasteignamiðlun sýnir eignina s. 897-1212.

Um er að ræða 80,2 fm atvinnuhúsnæði sem samanstendur af verslunarrými eða ,,gallerý“ með möguleika á íbúðarrými í eldra húsi, byggt upphaflega árið 1900. Sambyggt verslunarhús um 100,8 fm, byggt árið 1989, saman stenfur af sal sem hægt væri að hafa atvinnustarfsemi í s.s kaffihús eða bar. Edlhúsaðstaða og tvennar snyrtingar eru í rýminu. Gengt er út á rúmgóða verönd sem snýr niður að sjó.

Nánar: Eldra húsið er með vinnustofu, millirými, efrihæð og rislofti, ásamt tilheyrandi innréttingum. Í rislofti er innréttað með svefnaðstöðu.
Verslunarhúsið er með verönd og tilheyrandi búnaði. Húsin standa rúmgóðri lóð, sambyggð, staðsett á ,,besta stað í bænum“, niður við Lónið.
Sérstaða: Saga hússins, staðseting, nálægði við sjó, stutt frá hafskipabryggju og tenging við mannlíf. Húsin hafa verið endbyggingu sl. þrjú ár. Möguleiki er að byggja það frekar upp. Fáar sambærilegar eignir af þessari gerð í næsta nágreni.

Skipulag: Samkvæmt opinberum mælingum FMR skiptast eignirnar, þannig að 80,2 fm eru á tveimur hæðum og ris. Svo er 100,8 fm verslunarhús. Heildar fm eru þá 181 fm. Húsin eru byggð árið 1900 og 1989. Sér inngangur er í hvort hús. Auk þess er hægt að ganga út á verönd sjávarmegin frá veitingahúsi. Hvort hús getur verið sér fasteign.

Húsin er byggð úr timbri með steinsteyptri plötu. Eldra hús er nýlega einangrað og klætt að utan með bárujárni. Skipt hefur verið um þak og hlið húss að neðan verðu á eldra húsi. Einnig hefur verið skipt um stoðviði sem þörf var á. Allir gluggar eru nýjir og glerjaðir. Risið er einangrað og klætt með viðarplötum.

Verslunarhús/bar er klætt með sléttu efni að utan. Gott aðgengi er að húsunum og næg bílastæði fyrir framan húsið. Gott pláss er á grasivaxinni lóð sem liggur meðfram sjávarkambi. Húsinu tilheyrir 907,0 fm leigulóð. Þar eru háir gluggar sem gestir geta séð vel mannlíf út á götu. Gólf eru steinstpeypt, lökkuð og veggir málaðir og skreittir. Hægt er að ganga út á stóra timburverönd ( 30 fm) sem snýr að sjónum og með útsýni. Veröndin er ný byggð sem er mikil viðbót við barinn, þar sem eru útiborð með bekkjum undir fögru útsýni til fjalla og yfir sjóinn. Tæki og lagnir eru nýjar í húsinu.

Eldra húsið er undir friðunarlögum. Á fyrstu hæð er geymsla, vinnurými, gallerí og rými í endurgerð sem starfsmannaaðstaða. Önnur hæð er með tiburgólfjölum og þakrými þar fyrir ofan sem hefur verið innrétta sem íbúðar herbergi, viðarklæddir veggir. Allir bjálkar frá uppruna húss hafa verið nýttir við uppbyggingu hússins með viðbótum. Þakjár er nýtt á eldra húsi með nýjum þakgluggum. Nýtt járn er á neðrði hlið. Nýjir gluggar og gler. Rafmagn hefur verið endurnýjað að hluta fyrir ljós og innstungur.

Aðgengi að galleríinu í eldra húsi, er frá Austurvegi og er því mjög gott verslunarpláss með stórum gluggum sem snúa út að götu og eru sýnilegir. Þar innaf er lager- eða vinnurými, með glugga niður að sjó sem áður var gamla bókabúðin. Málað steingólf er þar og klæddir veggir. Þetta rými er í notkun sem gallerí í dag sem nýtur góðra sýningaglugga að götu. Inn af því er herbergimeð glugga að sjó. Á milli veitingarýmis og gallerís er fullgert eldhús í tengibyggingu. Þar eru nýlega uppsettar eldhúsinnréttingr, vaksur í borði og eldavél með tilheyrandi. Massífar eik í borðplötum og skápar. Gluggi snýr að plani og krossviðsklætt loft og viðargólfborð á gólfum. Til er byggingarefni í klæðingu og rafmagsefni sem notað má til að klára húsið.

Finnbogi Kristjánsson lögg. fasteigna- skipa og fyrirtækjasali og lögg. leigumiðlari hefur starfað við fasteignasölu í rúm 35 ár og er eigandi af FRÓN fasteignamiðlun. Sérhæfing í sölu og veðmötum á eignum. Einnig í fjármálum heimilanna, rekstri smærri fyrirtækja, sölu fasteigna, skipa, lands og bújarða

Verð
23.900.000 kr.
Fasteignamat
12.800.000 kr.
Brunabótamat
42.850.000 kr.
Áhvílandi

Stærð
alls, 181 m²
Tegund
Atvinnuhús
Byggingarár
1900 og
1989
Herbergi
3
Svefnherbergi
2
Bað og snyrting 3

Inngangur, sér

Bílastæði

Garður

Verönds

Hjólastólaaðgengi

Gæludýr leyfð