Botnahlíð 11, Seyðisfirði

Finnbogi Kristjánsson lögg. fasteignasali co FRÓN fasteignamiðlun sýnir eignina s. 897-1212. [email protected]

Um er að ræða einbýlishús á tveimur hæðum með þremur svefnherbergjum, tveimut stofum og rúmgórði verönd. Á neðri hæð er rúmgóður bílskúr og góð herbergi. Húsið stendur fyrir ofan götu og hefur mjög gott útsýni yfir Seyðisfjörð. Hæðinn er 147 fm, byggð úr timbri. En bílskúr er 35,7 fm og íbúðarherbergi 59,9 fm, steinsteypt. Gólfplata úr steini og svalir. 

Gengið er inn að neðaverðu í forstofu með flísum. Þaðan er farið inn í hol með pergóparketi. Gengið upp á aðra hæð um steinsteyptan stiga með kókosteppi. Stiginn er með vinstri beygju upp. Komið er upp á gang með ljósu pergóparketi. Eldhús er í norð austur enda húss með miklu útsýni yfir Seyðisfjörð, gamla bæinn og Lónið. Það er rúmgott með rúmgóðum borðkrók fyrir stóra fjölskyldu. Þar er ljós máluð innrétting en dúkur á gólfi. Keramikk helluborð og bakaraofn sér. Tvöfaldur vaskur og gráleit borðplata. Hillur á vegg. Þrennir gluggar sem gefur góða birtu inn og útsýni. Þvottahús og forstofa, gengið þar út að ofan á lóð. Þar eru innréttingar, ljósar. Útisnúrur eru á lóð. Sjónvarpsherbergi með glugga og með ljósu pergóparketi. Það gæti verið sem svefnherbergi. Í suðurenda húss er rúmgóð stofa með ljósu pergóparketi. Háir gluggar í suðurgafli með útsýni til heiða. Þar má ganga út á svalir í suður. Einnig má ganga út á verönd, í suð-austur. Þar gerir mikið skjól. Hátt til lofts, með viðarklæðningu í lofti. Gluggar eru á alla vegu nema í norður. Mögulegt er að skipta stofu, hafa arinstofu og borstofupláss. Gangur með ljósu pergóparketi. Þar eru þrjú svefnherbergi og bað. Skápar í tveimur herbergjum. Annað herbergið er rúmbetra með pergóparketi og snýr í norður en hitt snýr í suður. Hjónaherbergi er rúmgott með dúk. Þar er plássmikill fataskápur. Gluggi snýr í suður. Rúmgott bað með flísum á gólfi og á vegg. Þar er baðkar, tvennir vaskar og sturtuklefi.
Á neðri hæð er hol, sem komið er inn úr forstofu. Þar má ganga inn í bílskúr og inn í herbergi í suður. Við forstofu er uppgert bað með sturtu. Flotað gólf, flísalagt vegg, með góðum tækjum. Þar er klósett upphengt og ljós vaskur. Í suðurenda eru tvö herbergi, annað stærra. Fíltteppi á gólfi. Gluggar gefa góða birtu inn. Ganga má inn á milli herbergja. ,,Miðrými“ á milli herbergja með skápum í enda. Þar er hægt að fara inn í geymslu með góðum hillum. Mögulegt er að hafa þar sána. Þessi herbergi mætti nota til útleigu, föndurherbergi eða útbúa gim-aðstöðu. Bílskúrinn er stór eða 35,7 fm. Rúmar mikið. Hann er einangraður í lofti og að hluta í útvegg en gólf eru grófpússað. Tæknitengingar inn í húsið eru í skúrnum. Þar eru nýlegur hitavatnsdunkur. Húsið er með rafmagnsofnum. Þak er nýmálað, sumarið, 2020. Baðherbergi á neðri hæð tekið í gegn sumarið, 2020. Öll efri hæð er nýmáluð, 2021. Sprautumálað loft í innri stofu haustið, 2020. Herbergi og skápur niðri eru nýmáluð. Neðri hæð nýmáluð að utan. Nýr 250 lítra hitakútur í bílskúr. Eldhúsinnrétting, voru allar hurðar og annað tréverk í henni, hefur verið lakkað hvítt. Pallur í góðu ástandi, með árlegu viðhaldi. Ný sorpgeymsla fyrir utan húsið. Húsið var tekið út af byggingafulltrúa Múlaþings veturinn, 2021. Þakskyggnið fyrir ofan útidyrahurð var lagað, settur pappi og listi á það. Nýr listi var settur utan á húsið, sem skiptir hæðum utan frá. Listinn er á milli steypu og tréverksins. Gefur skemmtilegt útlit.

Finnbogi Kristjánsson lögg. fasteigna- skipa og fyrirtækjasali og lögg. leigumiðlari hefur starfað við fasteignasölu í rúm 35 ár og er eigandi af FRÓN fasteignamiðlun. Sérhæfing í sölu og veðmötum á fasteignum. Einnig í fjármálum heimilanna, rekstri smærri fyrirtækja, sölu fasteigna, skipa, lands og bújarða

Verð

40.000.000 kr.

Fasteignamat

22.800.000 kr.

Brunabótamat

75.650.000 kr.

Stærð

243 m²

Tegund

Einbýli

Byggingarár

1979

Herbergi

8

Svefnherbergi

3

Baðherbergi

3

Inngangur

Tveir inngangar

Garður

Svalir

Gæludýr leyfð