Dofraborgir 34, raðhús

Finnbogi Kristjánsson lögg. fasteignasali co FRÓN fasteignamiðlun sýnir eignina s. 897-1212. 

Gott 157 fm endaraðhús með rúmgóðuðm bílskúr. Tvennar verandir með morgunsól og hin með síðdegis og kvöldsól. Svalir í vestur. Húsið er á tveimur hæðum með tveimur snyrtingum og baði. Frábær staðseting, sér út á sjóinn og stutt í hjólastíga niður við strönd. Flest öll þjónusta í göngufæri, skólar og verslanir. 

Gengið er inn af pláss mikilli innkeyrslu og þar inn í forstofu með flísum. Þar eru skápar og gestasnyrting. Flísar á gólfi. Gott eldhús með vönduðum massífum viðarinnréttingum, keramikk helluborð og pláss miklir skápar. Borðkrókur í enda og þar er ,,bjartur“ gluggi, gent þar út á mikla verönd í austur. Þar er morgunsól og skjólgott að vera.
Stofan er opin og hátt til lofts með flísum á gólfi. Innbyggð ljós í lofti. Þar í enda er stór gluggi sem opnar á gott útsýni í vestur og norður.
Gengt er niður á neðri hæð, um steinsteyptan flísalagðan stiga með palli. Þar er gott sjónvarpshol með flísum á gólfi. Þar má ganga út á verönd í vestur. Þar er m.a. þvottasnúrur og rabbabarabeð.
Tvö góð svefnherbergi með parketi á gólfi, skápar þar. Möguleiki að stúka af í ,,sjónvarpsholi“ sem eitt herbergi. Þá eru þrjú svefnherbergi. Gengt er úr hjónaherbergi út á verönd. Gott bað og snyrting er fyrir enda gangs, með ljósum notadrjúgum innréttingum og tækjum. Baðkar og sturta. Þvottahús og geymsla með stálvaski og t.f. þvottavél og þurrkara.

Bílskúrinn er með ,,manngengnri“ hurð. Gluggaröð er í vestur í enda skúrs. Gott bílastæði er fyrir framan húsið inn á á lóðinni, pláss fyrir allt að þremur bílum.

Lóðin er rúmgóð, með runnum og grasi vaxinn. Gott grindverk er við verönd og að neðanverðu. Allar frárennslislagnir hafa verið myndaðar.

Þessi eign er mjög henntug fyrir fjölskyldu á góðum aldri og fólk sem vill vera með sér garð, gæludýr og áhugamál til að vinna heima, svo dæmi sé tekið.

Finnbogi Kristjánsson lögg. fasteigna- skipa og fyrirtækjasali og lögg. leigumiðlari hefur starfað við fasteignasölu í rúm 34 ár og er eigandi af FRÓN fasteignamiðlun. Sérhæfing í sölu og veðmötum á eignum. Einnig í fjármálum heimilanna, rekstri smærri fyrirtækja, sölu fasteigna, skipa, lands og bújarða.

FRÓN fasteignamiðlun

Verð 71.000.000 kr.
Fasteignamat 63.500.000 kr.
Brunabótamat 52.050.000 kr.
Áhvílandi 0 kr.
Tegund Par/Raðhús
Byggingarár 1996
Stærð 157.0 m2
Herbergi 5
Svefnherbergi 3
Stofur 2
Baðherbergi 2
Inngangur Sérinngangur