Dvergaborgir 3

Búðardal

Þetta er íbúð sem beðið er eftir! Um er að ræða skemmtilega, vel hannaða og sæta 61,8 fm íbúð, í litlu fjölbýli við Dvergaborgir með sér inngangi af svölum.  Suður- svalir frá stofu, t.f. þvottavél á baði og geymsla á hæð.  Sér geymsla í sameign og gengt út í garð. Dýrahald leyft í húsinu. 

Gengið er upp tröppur á 3ju hæð og þaðan t.v. inn í íbúð af svölum, í sér inngang. Forstofa með ljósum flísum, þar er hengi, fataskápur eða geymsluskápur.
Ganghol með línoleum dúk, gengt þaðan inn í rúmgott hjónaherbergi með dúk og rúmgóðum skápum. Tvennir gluggar þar.
Gott bað með ljósum flísum, t.f. þvottavél og þurrkara. Sturtuklefi og hvít tæki. Gluggi á baði.
Stofa og borðstofa með dúk. Rúmóðar svalir í suður, þaðan er mikið útsýni yfir borgina. Þar má hafa morgunverðaborð og jafnvel byggja yfir?
Eldhús með ljósri innréttingu, sem opnast við borðstofu. Helluborð, flísar á milli skápa og t.f. uppþvottavél.

Í sameign á jarðhæð er sér geymsla fyrir íbúð. Einnig hjóla- og vangageymsla. Hægt að fara beint út á lóð í suður. Dekkjageymsla, ruslageymsla og verkfæri fylgja. Góð bílastæði við húsið. Lóðin er grasi vaxin og stutt er í náttúruna. Göngustígar og hjólastígar eru frá húsinu og inn í hverfið, niður að sjó og í önnur hverfi. Klettar í nágreninu og náttúruvættir! Húsið hefur fengið verðlaun fyrir hönnun. Það er í góðu viðhaldi og vel um gengið. Hundahald leyft í húsinu.

Upplýsingar

 • Verð 31.900.000 kr.
 • Fasteignamat 20.900.000 kr.
 • Brunabótamat 17.300.000 kr.
 • Áhvílandi 69.402 kr.
 • Tegund Fjölbýli
 • Byggingarár 1996
 • Stærð 62 m2
 • Herbergi 2
 • Svefnherbergi 1
 • Stofur 1
 • Baðherbergi 1
 • Inngangur Sérinngangur