Garðshorn Kræklingahlíð

Opið hús – Laugadaginn 26. janúar á milli kl. 13oo til 15oo. Finnbogi Kr. lögg. fasts. sýnir eignina á staðnum. 

Eignin er í einkasölu á FRÓN fasteignamiðlun.

Um er að ræða 140 ha jörð í Kræklingahlíð, Hörgársveit. Jörðin liggur frá þjóðvegi og upp háls. Það er rúmlega 3 km akstur utan við Akureyrabæ. Henni fylgir 44 ha ræktað land og 175,3 fm íbúðarhús á sem er hæð og ris. Tæplega 200 fm fjós með um 300 fm hlöðu og turni. Einnig er um 190 fm hesthús og tæplega 140 fm fjárhús. Ef ekið er frá Akureyrabæ, út fjörðinn, þá er jörðin í vestur eða fyrir ofan veg á móts við Hlíðabæ. Ekið er heimreið frá Þjóðvegi 1, upp að húsum og heim í hlað, þar sem að aðalhúsin standa. 

Íbúðarhús er hæð og ris sem er um 175,3 fm, byggt 1950, úr holsteini og múrað. Neðri hæð: Komið er inn forstofu með plastparketi. þaðan er hægt að ganga upp á loft og inn á gang. Skápur undir stiga. Gangur með plastparketi, þaðan gengt inn í önnur rými, panell í lofti. Svefnherbergi að neðanverðu með dúk. Á móti er hjónaherbergi með glugga sem snýr út í garð. Þar eru stórir skápar og með dúk á gólfi. Veggur er klæddur með plötum með viðaráferð. Tvennar stofur í suðurenda, með plastparketi og með fjórum gluggum, þ.e. á suðurenda, ofanverðu og að neðanverðu sem gefur góða birtu inn. Panell í lofti. Þar er fataskápur. Bað er flísalagt á gólfi og vegg. Ágæt innrétting undir vaski og speglaskápur. Baðkar með ,,sturtuhlíf“. Gluggi sem snýr út í garð. Hamrað gler í hurð sem gefur birtu inn á ganginn. Panell í lofti.
Í nyrðri enda hæðar er rúmgott eldhús, austanmegin eða að neðanverðu. Eldhúsinnrétting í U-laga, þannig að myndast rúmgóður borðkrókur innaf með glugga. Ljós brún innrétting, plast á bekkjum og góður stálvaskur við glugga í austur. Ljósar flísar á milli skápa. Tæki í ágætu standi, bakaraofn í eldavél. Kúlupanill á vegg og plastviðarþiljur í lofti en plastparket á gólfi. Hægt er að ganga inn í þvottahús og þaðan út ,,bakdyramegin“. Þvottahúsið er með lökkuðu gólfi, gott pláss fyrir yfirhafnir. Þar innaf er gott búr og geymslameð glugga.

Rishæð: Farið er upp viðarstiga með korkflísum, úr forstofu og upp í ris. Gangur með viðarpargólfborðum. Þar er notaleg stofa með panilklæðingu og viðargólfborðum, skorsteinn sem hægt er að tengja kamínu við, gluggi í norðurenda. Herbergi eru með plast parketi og annað er í suður enda en hitt er í kvist sem snýr í austur. Geymslur eru undir súð og eru litlar.
Hitaveita er í húsinu, pottofnar og aðrir af nýrri gerð. Gler er um 25 ára, rafmagn endurnýjað fyrir um 30 árum með smá lagfæringum eftir það. Hitaþráður í þakrennum.

Fjós og hlaða, eru byggð 1953 með viðbyggingu við fjósið árið 1967, úr steinsteypu með haughúsi undir sem mætti nýta sem geymslu. Stærri hlaða með súgþurrkun var byggð 1974 úr vel járnbentri steinsteypu, með mikilli lofthæð. Hlöðugat að ofan. Möguleiki að gera aðra hæð. Eldra fjós byggt úr holsteini. Innréttingar eru hefðbundnar en það hefur verið notað bæði fyrir hross og nú fyrir sauðfé. Geymslur, áður mjólkurhús og tækjaherbergi, sem nýtast sem hnakkageymsla og undir verfæri. Á efri hæð er hænsnahús. Eldri súrheysturn, steinsteyptur. Hitaveita er tengd í vegg í mjólkurhúsi. Samtals um 495,4 fm, fyrir utan haughús.

Hesthús er byggt árið 1952 og 1977 úr timbri, klætt með járnklæðingu og tilheyrandi innréttingum. Samtals 121,4 fm.
Fjárhús, stendur ofar, byggt árið 1988 úr timbri. Það er taðhús en mætti breyta í ,,reiðhöll“ eða aðra tómstunda- eða vinnuaðstöðu. Viðarinnréttingar og klætt með bárujárni að hluta og timbri. Samtals 118,6 fm.

Ræktuð tún eru um 43,7 ha sem hafa verið selgin og eru í ágætis rækt. Góður ,,úthagi“og beitiland er nýtt í dag aðallega fyrir hross og einnig fáeinar kindur. Landamerki eru skráð og uppdráttur af landinu hefur verið nýlega yfirfarinn með tilliti til landamerkjalýsingu. Landið nær frá þjóðvegi, að hluta niður fyrir hann, en að ofan upp á brún. Mýrlendi er fyrir neðan veg, túnin fyrir ofan veg neðst með framræsluskurðum, beitiland fyrir ofan hús og upp á brún. Jörðin er grösug, ágætlega girt og frekar auðveld yfirferðar.

Á jörðinni er annað íbúðarhús með tilheyrandi lóð sem tilheyrir ekki þessum selda hluta. Vatnsveita er frá Norðurorku, í öll hús. Frárennslislagnir eru endurnýjaðar frá húsi að rotþró fyrir um 6 árum síðan. Asbest er í lofti í risi á íbúðarhúsi og af hluta í fjóslofti.

Þessi jörð er tækifæri fyrir fjárfesta, með góða aðstaða fyrir verktaka eða stórfjölskyldu ,,með öll áhugamálin sín“. Jörðin hefur góða landkosti, svo sem slægjur, beit, húsakost og byggingarland. Lega jarðarinnarsnýr vel að sól og bæjarstæðið er vel valið með góðu útsýni inn og út fjörðinn.

Nánari uppl. á www.fron.is/eignir eða hjá Finnboga Kr. lögg. fasteignasala, FRÓN fasteignamiðlun, [email protected] og 897-1212

 

Verð 94.950.000 kr.
Fasteignamat 68.817.000 kr.
Brunabótamat 103.635.000 kr.
Áhvílandi 8,9 m kr.
Tegund Jörð/Lóð
Byggingarár 50/67/74/88
Stærð 1837910.7 m2
Herbergi 7
Svefnherbergi 4
Stofur 3
Baðherbergi 1
Inngangur Sérinngangu