Háaleitisbraut 103, jarðhæð/kjallari

Góð 3ja herbergja, 78,1 fm íbúð með sér inngangi á jarðhæð / kjallara í fjölbýlishúsi við Háaleitisbraut. Um er að ræða tvö svefnherbergi og stofa. Geymsla er innan íbúðar en þvottahús í sameign. Mjög góð fjárfesting til útleigu eða sem fyrstu kaup og fyrir minni fjölskyldu. 

Gengið er niður fjórar úti tröppur að sér inngangi.
Komið er inn í forstofa með flísum á gólfi, þar eru speglar og hengi. Hilla er fyrir skó.
Rúmgott ganghol með parketi. Þar er herbergjagangur sem er gott pláss fyrir skápa.
Rúmgott herbergi með parketi. ( þar mætti útbúa geymslu, sjá teikn)
Gott hjónaherbergi með parketi og fataskápum með rennihurð.
Rúmgott bað með flísum á gólfi og á vegg. Þar er ljós innrétting með góðu skápaplássi, t.f. þvottavél. Hvít tæki og baðkar. Gluggi er yfir baðkari. Ný blöndunartæki við baðkar.
Björt stofa er með parketi og stórir gluggar í vestur sem snýr út í garð. Það sér yfir leikvöll.
Sér geymsla við gang.
Eldhús með parketi, ljós innrétting, gluggi yfir vaski. Tengt fyrir uppvöskunarvél.
Sér hiti og rafmagn

Sameiginlegt þvottahús er í sameign í kjallara, sem deilist með fimm íbúðum (notað af þrem í dag). Þarf að gagna út og inn í sameign.
Lóðin er stór í kring um húsið og mjög fjölskylduvæn. Þar er leikvöllur með tækjum, eins og rólur, vega salt, rennibraut sem eru frá 2017.  Svo er sandkassi, körfuboltaspjald og nóg rými á grasinu til að athafna sig.

Við við enda lóðar í austur er sameiginlegur með öðrum húsum, sparkvöllur og körfuboltaspjald. Einnig eru þar rólur.
Húsið er nýmálað að utan árið 2017, nýtt þak frá 2016. Teppi á stigahúsi er nýlegt frá 2016 og sameign máluð sama ár.
Gluggar og gler í húsinu var endurnýja sem þurfti og afgangurinn yfirfarið.

Stutt er í þjónustkjarna, s.s. verslanir, bakarí, vínbúð, hraðbanka, efnalaug, veitingastaði og aðra þjónustu m.m.
Þessi íbúð henntar mjög vel fyrir byrjendur eða lengra komna.

Finnbogi Kristjánsson lögg. fasteigna- skipa og fyrirtækjasali  og lögg. leigumiðlari, sýnir eignina / 897-1212 / [email protected]

Finnbogi Kristjánsson lögg. fasteigna- skipa og fyrirtækjasali og lögg. leigumiðlari hefur starfað við fasteignasölu í rúm 32 ár og er eigandi af FRÓN fasteignamiðlun. Sérhæfing í sölu og veðmötum á eignum. Einnig í fjármálum heimilanna, rekstri smærri fyrirtækja, sölu lands og bújarða

Verð 35.900.000 kr.
Fasteignamat 30.850.000 kr.
Brunabótamat 22.300.000 kr.
Áhvílandi 2.457.773 kr.
Tegund Fjölbýli
Byggingarár 1964
Stærð 78.1 m2
Herbergi 3
Svefnherbergi 2
Stofur 1
Baðherbergi 1
Inngangur Sérinngangur