Hótel Hafnarfjall

Um er að ræða 484,7 fm, 22 ja herbergja hótel, auk 41 fm stúdíóíbúðar í aðalhúsi. Einnig eru fimm 27,1 fm² nýleg Gesthús sem fylgja með. Aðalhús, er ein aðalhæð, rishæð og kjallari. Á aðalhæðinni er forstofa (gestastofa), snyrtingar, móttaka, bar og matsalur sem rúma um 50 manns. Inn af því er eldhús með tilheyrandi tækjum. Sér inngangur er að utan á herbergi á 1. hæð. Þar eru átta herbergi með sér baði og snyrtingu.

Á efri hæð sem gengt er úr gestastofu og upp á loft. Þar er íbúð, átta herbegi með aðgangi að tveimur böðum og tvennum snyrtingum. Eitt af þeim er 3ja manna svíta með baði. Eitt af þeim hefur sér bað. Einnig er starfsmannaaðstaða. Á enda eru svalir með flóttaleið út.
Í kjallara eru birgaðgeymsla með rúm tvo metra til lofts og er ekki í uppgefinni fermetratölu en er b. 2,5 x l 30 m eða um 75 fm. Samtals 706,2 fm. 

Gesthús eru fimm, sem eru 27,1 fm hvort. Góð ,,svíta“ með tvöföldu rúmi, baði með sturtu, eldhús og sófa sem hægt er að nota sem svefnsófa. Gólf eru viðarparket.

Aðkoma og staðsetning, er gengt Borgarnesi, undir Hafnarfjalli, tilheyrir Hvalfjarðastrandabyggð. Farið er yfir brúnna í Borgarnes.
Landið sem fylgir eru rúmir 9,5 ha eignarland sem liggur aðalega í skógi og kjarrivöxnu landi með skjólgóðum grasblettum á milli, sem hafa verið notað sem tjaldstæðiHeitur pottur er á lóð. Húsið hefur verið endurnýjað og hlotið viðhald s.l. ár.

Staðsetning er í þjóðleið en bæjarstæðið er umvafin náttúru. Húsin standa fyrir neða þjóðveg 1 og nýtur sjávarsýnar með nálægð við stöndina. Þar er sjávarmöl og hægt að veiða Silung og Lax. Stutt er að fara í göngu upp á Hafnarfjall eða inn með fram ströndinni. Öll þjónusta í nágreninu í Borgarnesi sem er í skipulögðu sveitafélagi. Margir áhugaverðir skoðunastaðir, veitingastaðir og afreying við bærjardyrnar í Borgarfirði eða Hvalfjarðasveit, Hvalfjörð og á Akranes. 

Þetta er henntug fjárfestig fyrir aðila sem eru í ferðaþjónustu til að bæta við sig eða fyrir einstaklinga eða fjölskyldu sem vilja hafa vinnu með örðu. Velta er mjög góð s.l. ár, sem hefur skilað eiganda sínum hagnaði. 

Finnbogi Kristjánsson lögg. fasteigna- skipa og fyrirtækjasali og lögg. leigumiðlari hefur starfað við fasteignasölu í rúm 34 ár og er eigandi af FRÓN fasteignamiðlun. Sérhæfing í sölu og veðmötum á eignum. Einnig í fjármálum heimilanna, rekstri smærri fyrirtækja, sölu fasteigna, skipa, lands og bújarða.

FRÓN fasteignamiðlun
Verð 165.000.000 kr.
Fasteignamat 76.250.000 kr.
Brunabótamat 221.400.000 kr.
Áhvílandi 0 kr.
Tegund atv
Byggingarár 1995
Stærð 661.2 m2
Herbergi 22
Svefnherbergi 24
Stofur 3
Baðherbergi 20
Inngangur Margir inngangar