Lónsleira ehf, Hótelíbúðir Seyðisfirði

Seld með fyrirvara um fjármögnun!

Um er að ræða firmað Lónsleira ehf, fyrirtæki í ferðaþjónustu í fullum rekstri, með fjórar Hótel -íbúðir í tveimur steinsteyptum timburklæddum parhúsum með tilheyrandi búnaði í húsum nr. 7a, 7b, 9a og 9b við Lónsleiru á Seyðisfirði. Hver íbúð er á tveimur hæðum með þremur svefnherbergjum, stofu, baði og eldhúsi. Hvor íbúð er um 85 fm með geymslu og þvottahúsi sem eru sér hús á lóð eða alls um 334 fm netto. Allt innbú fylgir með í hverri íbúð til hótelhalds svo og viðskiptavild m.m. Húsin eru staðsett við sjóinn. Hægt er að byggja á fleiri sambærileg hús lóðum við hliðina, fyrir hótelrekstur. Eignin er í einkasölu á FRÓN fasteignamiðlun

Aðkoman er snyrtileg og auðveld. Húsin eru staðsett niður við lónið eða pollinn og er í göngufæri við alla þjónustu. Góð bílastæði og opið rými við húsin með fallegu útsýni. Komið er inn í forstofu með steinflísum á gólfi. Gott pláss, þar eru skápar og hengi. Gluggi á enda. Allir veggir eru klæddir með máluðum ,,kúlupanel“ sem gefur eldra útlit. Milliloft eru steinsteypt. Húsið er einangrað að utan og viðarklætt. Gluggar eru handsmíðaðir í ,,eldri íslenskum stil“.

Á fyrstu hæð er borstofa og stofa sem opnast í einu rými, með massífu parketi. Panelklæddir veggir. Þar er borstofuborð, með stólum og góðum sófum. Sjónvarps ásamt búnaði við WiFi m.m.  Eldhús er opið með hvítri innréttingu, gler í efri skápum. Öll heimilistæki, s.s. ísskápur, uppvöskunarvél og örbylgjuofni ásamt hitakönnum og kaffivél m. m., fylgir svo og öll áhöld sem telst til hótelbúnaðar. Góðir gluggar sem gera mikla birtu og útsýni. Gengt er út á verönd, með 20 fm sólpalli og þar eru garðhúsgögn, borð og stólar, ásamt gasgrilli. Gengt er inn í hjónaherbergi með massífu parketi, kúlupanell á veggjum. Lítil geymsla með hitakúti í sem tekur mikið vatn.
Bað er rúmgott með steinflísum í gólfi og ljósum flísum á vegg. Sturtuklefi með hertu gleri og sturtubotn er lagður fínni flísum. Vaskur á ,,antik- borði“. Upphengt klósett. Gluggi með skyggðu gleri.
Gengið er upp siga með gegnheilu parketi. Þar er komið upp á risloft, með veltiglugga í þaki. Tvö rúmgóð svefnherbergi með góðum gluggum, súðinn er klædd með kúlupanel. Massíft parket á gólfum. Góð rúm fylgja með öllum rúmfatabúnaði. Upphengislár, lampar og náttborð fylgja.

Á lóðinni eru tvö minni hús um 10 fm hvort, annað er geymsla og hitt er þvottahús með nýjum tækjum. Nálægð er við sjóinn og pollinn gerir húsin mjög spennandi. Þegar setið er í stofunni er hægt að horfa yfir pollinn og á byggðina með mannlífi, náttúru og veðursæld. Skipulagðar eru nokkrar lóðir í viðbót og tvær næstu lóðir sem fyrirtækið hefur látið teikna hús á. Teikningar fylgja með. Allar bókanir og bókunarkerfi fylgja með. Um er að ræða heilsársrekstur sem hentar samhentir fjölskyldu í hlutastarfi eða er góð viðbót viða aðra ferðaþjónustu. Fyrirtækið hefur fengið háa þjónustueinkunn eða 9,6 frá Booking.com. Mögulega væri hægt að fá verkáætlun á næstu tveimur húsum, ef áhugi er fyrir því. Við hönnun húsanna var tekið mið af gömlu byggðinni á Seyðisfirði og jafnframt lögð áhersla á nútíma þægindi og glæsileika. Íbúðirnar henta vel til útleigu fyrir fjölskyldur og smærri hópa.

Mögulegt er að fá hagstæð fjárfestingalán til lengri tíma og yfirtaka lán. Skipti á fasteign er skoðuð, t.d. á höfuðborgarasvæðinu.

Finnbogi Kristjánsson, lögg. fasteigna- og fyrirtækjasali, sýnir eigina og veitir allar upplýsingar um hana. finnbogi@fron.is / 897-1212

Yfirlit

 • Verð 98.000.000 kr.
 • Fasteignamat 41.258.000 kr.
 • Brunabótam. 144.990.000 kr.
 • Áhvílandi, samkomulag
 • Tegund Atvinnuhús/Hótelíbúðir
 • Byggingarár 2014/2015
 • Stærð 334 m2 (498 fm)
 • Herbergi 16
 • Svefnherbergi 12
 • Stofur 4
 • Baðherbergi 4
 • Böð 4
 • Sérinngangur
 • Sólpallur 4