Hraukar sumarhús

Um er að ræða sumarhús byggt úr timbri sem er hæð með rislofti og 10 ha (100.000 fm skráð) eignarland, í landi Hafnar (Narfastaða). Húsið er 60,8 fm  auk 5,4 fm svefnloft (22 fm gólfflötur) og 5,2 útigeymsla. Auk þess er timburverönd umhverfis húsið. Malarplan með góðum bílastæðum. Landið er ílangt og liggur frá norður-vestur til suð-austur í átt að þjóðvegi eitt, undir Hafnarfjalli og niður að sjávarbakka. Húsið er byggt árið 2009 sem heilsárshús. Hægt er að fá rafmagn tengt í tengikassa að húsinu frá RARIK, en notast hefur verið við dísilrafstöð. Góður rafhitakútur fyrir neysluvatn. 

Húsið er þannig staðsett að það er mikið víðsýni upp Borgarfjörð, suð-vestur út á sjóinn, upp til norðurs á Mýrarnar og vestur allt Snæfellsnes.
Mögulegt er að byggja meira á landinu, fleyri sumarhús eða aðra aðstöðu s.s. ræktun m.m. Landið er kjarri vaxið, mýrar að hluta og mói. Tenging í eigin vantsveitu fylgir húsinu og rotþró.

Nánari lýsing, bústaðar: 
Hægt er að ganga af verönd beint inn í stofu. Stofan sameinast við eldhús sem er með hvítir innréttingu, eldavél og ísskáp. Innar eru svo tvö svefnherbergi, bæði með skápum. Í baðherbergier sturta, hvíttæki og viðarskápar. Ganghol sem er geng út á verönd í vestur.  Hægt er að ganga þaðan upp á svefnloftmeð ágæti rými. Útsýnier þaðan til fjalls. Harðparket er á öllum gólfum. Viðbyggð útigeymslameð góðu plássi með sér inngangi. Tengingar við rafmagn er mögulegt við díselrafstöð sem fylgir.
Vantsbrunnur fyrir neysluvant er ofan í landinu og liggur lögn niður að húsinu. Loki er að utan og innanverðu. Einnig affallsloki.

Aðkoma að húsinu er í gegnum Hafnarskóg en hægt er að leggja veg frá þjóðvegi niður landið að bústaðnum, sem einkaveg.

Skipta þarf um gler þremur rúðum. Komið er á tíma með að bera á húsið að utan. Gera þarf ráð fyrir kostnaði við tengingu við RARIK skv. gjaldskrá þeirra, auk kostnaðs lögg. rafvirkja með efni og vinnu. Fara þarf yfir vatnsloka, lagnir, rafmagn, skrár, tæki og húsið sjálft til viðhalds, bæði að innan og að utanhúss. Húsið hefur ekki verið notað í nokkur ár og staðið autt. Skoða þarf vatnsbrunn fyrir notkun, hvort hann nái næginlegu vatni. Einnig þarf að gera ,,nýjan“ samning við landeiganda Hafnarsóga um afnot af vegi í gegnum skógin.

 • Verð 24.000.000 kr.
 • Fasteignamat 11.120.000 kr.
 • Brunabótamat 29.446.479 kr.
 • Áhvílandi 0 kr.
 • Tegund Sumarhús
 • Byggingarár 2009
 • Stærð 60.8 m2
 • Herbergi 3
 • Svefnherbergi 3
 • Stofur 1
 • Baðherbergi 1
 • Inngangur, af verönd í norður og vestur
 • Sér geimsla