Hverfisgata 56 (Laugavegur 36) 142 fm íbúð

 

Finnbogi Kristjánsson lögg. fasteignasali co FRÓN fasteignamiðlun sýnir eignina s. 897-1212. [email protected]

Spennandi fimm herbergja rúmgóð 142 fm íbúð,  í 101 á tveimur hæðum. Hentug fyrir fjölskyldu eða einstaklinga. Góð leigueining, bæði fyrir gistingu eða fjárfesta. 
Aðkoma er frá Laugavegi nr. 36 (Ekið niður Laugaveg, fram hjá Frakkastíg og í þar næstu undirgöng til hægri,  inn á einkabílastæði) Skipti á minni íbúð á 1. hæð eða í lyftuhúsi. 

Nánari lýsing: 
Komið er á timburpall úti við forstofu. Gengið beint inn af bílastæði, inn um sér inngang og komið inn á 1. hæð. Forstofa með flísum á gólfi og rúmgóðir skápar þar.
Gott forstofuherbergi með skápum og parketi á gólfi. Gluggi snýr í suð- vestur.
Stofa og eldhús eru í alrými, gengið úr forstofu, þar er geymsla til vinstri, t.f. klósett þar.
Eldhús er opið við stofu, góðar innréttingar og tæki. Eldavélaeyja stendur sér. Parket á gólfi. Gott borstofupláss.
Stofan er með gluggaröð snýr að Hverfisgötu í norð- austur. Ágætis útsýni, á sjóinn og til fjalla. 
Gengið er upp á 2. hæð á timburstiga sem er með beygju til vinstri. Komið þar upp á gang. Viðargólf og nýtt parket þar. Sjónvarpshol eða baðstofa innaf í suð- vestur, sem hefur birtu af háum gluggum úr suð-vestri. Ganga má þar út á rúmgóðar suður svalir.
Við ganginn er gott bað með hvítum tækjum, baðkar og flísar á gólfi.  Innrétting er með efriskápum og vaski í borði.
Tvo svefnherbergi snúa í austur, með massífu parketi. Þar eru skápar í hvoru herbergi. Gluggar snúa þar í norð-austur, út að Hverfisgötu. Það má gera svalir út af, eins og er á næstu hæð fyrir neðan.

Í sameign er hitakompa niðri. Lagnir út í götu eru nýlegar.
Húsfélagið er rekið með sameigendum og til í innistæða til að skipta um m.a. þak á húsinu með meiru. Einnig til í sjóði til að lagfæra svalir og mála þær, svo dæmi sé tekið.
Hjólastólaaðgengi inn í íbúð er alveg mögulegt á 1. hæð með litlum tilkostnaði.

Svalahurð verður út af öðru svefnherbergi að Hverfisgötu, eins og á gistiheimilinu fyrir neðan.

Sameiginlegur hiti. Hússjóður er rekin með því augnamiði að til sé fyrir framkvæmdum.

Finnbogi Kristjánsson lögg. fasteignasali, mun sýna íbúðina. Panta má skoðunartíma í tölvupósti hjá, [email protected] eða í síma 897-1212

Finnbogi Kristjánsson lögg. fasteigna- skipa og fyrirtækjasali og lögg. leigumiðlari hefur starfað við fasteignasölu í rúm 35 ár og er eigandi af FRÓN fasteignamiðlun. Sérhæfing í sölu og veðmötum á fasteignum. Einnig í fjármálum heimilanna, rekstri smærri fyrirtækja, sölu fasteigna, skipa, lands og bújarða

Verð

79.900.000 kr.

Fasteignamat

86.900.000 kr.

Brunabótamat

44.350.000 kr.

Stærð

142 m²

Tegund

Fjölbýli

Byggingarár

1939

Herbergi

4

Svefnherbergi

3

Baðherbergi

1

Inngangur

Sérinngangur

Garður

Svalir

Gæludýr leyfð

Eignarland

0.026