Langamýri 24a, raðhús, Selfossi

Opið hús: Langamýri 24a, 800 Selfoss. Eignin verður sýnd laugardaginn 7. apríl 2018 milli kl. 14:00 og kl. 15:00. Finnbogi Kr. lögg. fasteignasali verður á staðnum og sýnir eignina. Allir velkomnir

Um er að ræða 105 fm fjölskylduvænt raðhús á einum eftirsóttasta stað á Selfossi. Á neðri hæð eru stofur, eldhús og þvottahús, ásamt geymslu. Gengt er út á verönd og garð í austur. Á efri hæðinni eru þrjú svefnherberi, bað og geymsluloft. Vandaður stigi úr gegnheilli eik á milli hæða, U-laga. 

Komið er inn í forstofu með flísum á gólfi. Þar eru hengi / skápar. Gengt er inn í þvottarhús með flísum, innréttingum og hillum. Þar er gluggi. Stofa og borðstofa í opnu rými með nýju parketi. Eldhús með nýlegri ljósri innréttingu með keramik helluborði, ofn sér. Gluggi í enda. Parket á gólfi. Gengt er út á austur verönd frá stofu, með trépalli. Þar er grasi vaxin lóð.

Efri hæð: Þar eru þrjú svefnherbergi, með nýlegu ljósu parketi á gólfi. Eitt gott barnaherbergi með veltiglugga á þaki.Hjónaherbergi, snýr í austur, með glugga á hlið og veltiglugga á þaki. Þar eru rúmmiklir skápar.  Annað gott herbergi með rúmmiklum skápum, snýr í suð vestur, veltigluggi í þaki og í hlið. Baðherbergi er með hornbaðkari og sér sturtuklefa. Ný innrétting við vask. Ljósar flísar á gólfi. Þakgluggi með veltiopnun. Á gangi er parket en yfir honum eru geymsla sem er einangruð og gengt upp um op með hlera, með niðurdregnum stiga. Auðvelt er að opna með framlengingu. Húsið nýtist nokkuð vel þar sem að herbergi eru ,,rúmmeiri“ en opinber mæling gefir til kinna. 

Innkeyrsla er malalögð að húsi að framanverðu. Gott aðgengi er að húsinu. Húsið er sérlega heppilegt fyrir minni fjölskyldu og er því hentugt fyrir byrjendur eða lengra komna í búskap. Staðsetning er í friðsælu í íbúðarhverfi sem er stutt í alla þjónustu, eins og skóla, sund og verslun, hvort sem þú ferð hjólandi eða gangandi. Göngufæri í nærliggjandi náttúru. 

Finnbogi Kristjánsson lögg. fasteigna- skipa og fyrirtækjasali  og lögg. leigumiðlari, sýnir eignina / 897-1212 / finnbogi@fron.is

FRÓN fasteignamiðlun / Síðumúla 23, 2. hæð / 108 Reykjavík / 519-1212 / www.fron.is

Finnbogi Kristjánsson lögg. fasteigna- skipa og fyrirtækjasali og lögg. leigumiðlari hefur starfað við fasteignasölu í rúm 30 ár og er eigandi af FRÓN fasteignamiðlun. Sérhæfing í sölu og veðmötum á eignum. Einnig í fjármálum heimilanna, rekstri smærri fyrirtækja, sölu lands og bújarða

Verð 34.900.000 kr.
Fasteignamat 25.300.000 kr.
Brunabótamat 30.050.000 kr.
Áhvílandi 0 kr.
Tegund Par/Raðhús
Byggingarár 2004
Stærð 105 m2
Herbergi 5
Svefnherbergi 3
Stofur 2
Baðherbergi 1
Inngangur Sérinngangur
Nýbygging Nei / Ekki vitað
Bílskúr Nei / Ekki vitað