Laugar Hótel í Sælingsdal í Dalabyggð

Búðardal

Laugar í Sælingsdal, við Hvammsfjörð í Dalabyggð, sem er hótel með íþróttahúsi og sundlaug með meiru. Auk þess eru fjögur einbýlishús sem fylgja með ásamt því sem að þeim fylgir. Einnig fylgir með 3,7 ha tjaldstæði með þeim nauðsynlega búnaði. Alls eru um 5000 fm húseignir, þar af eru rúm 3000 fm nýttir í dag fyrir 46 herbergi til hótelshalds með tilheyrandi, í eldri og yngri álmu. Fundasalir, kennslustofur, matsalur og fullkomið eldhús með tilheyrandi. Möguleiki er að fjölga herbergjum, með því að nýta rými og íbúðir frekar í sömu álmu. Einnig fylgja með skipulagðar lóðir til stækkunnar. Húseignirnar voru nýttar undir héraðsskóla áður.

Hótelið er í tveimur byggingum, eldri bygging (1956 og 1963) tvílyft steinhús með millibyggingu á einni hæð, sem hefur verið breytt og aðlagað að hótelhaldi með 22 herbergjum. Herberin eru öll með böðum, baðkar í sumum og sturta. Á neðrihæðinni er aðalandyri, gestamóttaka, fundarherbergi, böð og skrifstofa móttökuritara.
Útveggir eru klæddir að utan á grind og bætt við einangrun. Bygging er fyrir ,,aftan lobbýið“ sem er á tveimur hæðum, út steini. Á efri hæðinni eru fundarsalir, setustofa og tvennar snyrtingar. Þar má ganga út á stóra verönd. Eldhús með borðaðstöðu.  Neðri hæð er þvottarhús, innaf því er tækniherbergi fyrir veitulagnir og geymslur.

Miðjubygging tengir saman byggingar, þannig að samgangur er á ,,sama gólfi“. Þar eru fimm til sex skrifstofur, ein þeirra var læknastofa með snyringu. Einnig er ráðstefnu- og fyrirlestra aðstaða, snyrtingar og geymslur. Sér útgangur út á plan. Á neðri hæðinni /kjallara er Byggðasafn Dalamanna, sem leigir aðstöðuna.
Fullbúið eldhús með tækum fyrir mötuneyti / veitingastað með öllu tilheyrandi. Kælar, fystir, búr og vinnsluaðstaða innaf, með snyringum. Vörumóttaka og bak útgangur. Rúmgóður matsalur er við eldhúsið, með útsýni yfir sundlaugina og dalinn. Neðri hæð er rúmgóð æfinga- og kennslusalur. Einnig er tæknirýni og sorpgeymsla.
Herbergjabygging á þremur hæðum. Þar eru 24 hótelherbergi á tveimur göngum, með vöskum og tilheyandi böðum, með sturtum og snyringum.
Á jarðhæð eru vistaverur fyrir starfsfólk, íbúðir og herbergi. Einnig nýtt fyrir bílstjóra og leiðsögumenn. Auk þessu geymslur, línherbergi, skúringakompur og þvottaherbergi. Nýta mætti þessa hæð betur og breyta í hótelherbergi.

Íþróttahúsið er um 1400 fm ( 1988 )með búningsaðstöðu, sviði og viðeigandi tækjum. Nýjasti hlutinn er hin rómaða Sælingsdalslaug, ( 1994 )12 m x 25 m. Auk þess fylgja með fjögur einbýlishús, frá um 100 til 160 fm, 4ra til sjö herbergja. ( 1953, 1967, 1969 og 1980 ) Skipulagt tjaldstæði um 3,7 ha. með leigusamningi. Einnig fylgir með eignarhlutur seljanda í jörðinni Laugar með tileyrandi jarðhitaréttindum. Einnig 16 sumarhúsalóðir. 
Staðurinn er þekktur fyrir veðursæld og fallegt landslag. Hann er einnig sögufrægur og ritað um hann í Laxdælusögu. Í dag er rekstur um hótel að sumri og íþróttabúðir á vetri. Auka mætti gistirýmið og færa það til heilsársgistingar. Í gildi er nýtt deiliskipulag þar sem gert er ráð fyrir byggingarreitum til stækkunar, auk 2.739 fm byggingalóð. Alls eru lóðir um 21.736 fm. Sjá yfirlitsmyndband https://vimeo.com/218150035

Upplýsingar

 • Verð 530.000.000 kr.
 • Fasteignamat 268.490.000 kr.
 • Brunabótamat 1.403.600.000 kr.
 • Áhvílandi 0 kr.
 • Tegund Atvinnuhús
 • Byggingarár 1956
 • Stærð 4935 m2
 • Herbergi 80
 • Svefnherbergi 65
 • Stofur 10
 • Baðherbergi 46
 • Inngangur Margir inngangar