Lindarbraut 635, Ásbrú í Reykjanesbæ

Opið hús: Lindarbraut 635, Ásbrú Reykjanesbær, Íbúð merkt 109 á 1. hæð. Eignin verður sýnd laugardaginn 16. janúar 2021 milli kl. 13:00 og kl. 14:00. Finnbogi Kr. lögg. fasts. verður á staðnum og fer yfir með ykkur sem skiptir máli. Allir velkomnir.

Finnbogi Kristjánsson lögg. fasteignasali co FRÓN fasteignamiðlun sýnir eignina s. 897-1212. 

Um er að ræða tveggja herbergja, 51,4 fm íbúð á jarðhæð, merkt 109, í tveggja hæða húsi nr. 635 við Lindarbraut í Reykjanesbæ. Geymsla á hæð. Íbúð fylgir 6 fm. sólverönd í suður með skjólvegg. Sérafnotaréttur í lóð er um 16,1 fm. Sameiginlegt þvottahús á báðum hæðum með tækjum.

Komið er inn í rúmgott stigahús. Gengið er inn í íbúð á jaðhæð. Íbúð er með ljósu parketi. Stofa og eldhús er í einu rými. Herbergjagangur með pergoparketi. Svefnherbergi með pergoparketi, skápar þar. Bað er með sturtu og ljósri innréttingu, speglaskápur og skúffueining undir vaski. Þar eru ljósgráar flísar á gólfi. Góð sturtuklefi sem er flísalagður, engin þröskuldur. Handklæðaofn.
Gengt er út á suðurverönd frá stofu, sem er byggð úr viðarborðum, með skjólvegg.
Um 16,1 fm sérafnotaréttur fylgir íbúð í lóð við verönd, sem er kostur að geta haft lóðarblett út af fyrir sig.

Íbúðin sjálf er skráð 46,0 fm, en geymsla  merkt 0131, 5,4 fm. Samtals 51,4 fm.

Þessi íbúð hentar vel fyrir byrjendur í fasteignakaupum eða lengra komna við að leigja út. Góð fjárfesting. 
Hús, sameign og lóð hafa verið í ágætu viðhaldi. Var endurgert upp fyrir fáeinum árum síðan.

Spyrjið Finnboga Kr. lögg. fasteignasala, hvernig á að fjárfesta í þessari fasteign. 

Finnbogi Kristjánsson lögg. fasteigna- skipa og fyrirtækjasali og lögg. leigumiðlari hefur starfað við fasteignasölu í rúm 35 ár og er eigandi af FRÓN fasteignamiðlun. Sérhæfing í sölu og veðmötum á eignum. Einnig í fjármálum heimilanna, rekstri smærri fyrirtækja, sölu fasteigna, skipa, lands og bújarða

FRÓN fasteignamiðlun
Verð 18.890.000 kr.
Fasteignamat 14.200.000 kr.
Brunabótamat 19.300.000 kr.
Áhvílandi 0 kr.
Tegund Fjölbýli
Byggingarár 1956
Stærð 51.4 m2
Herbergi 2
Svefnherbergi 1
Stofur 1
Baðherbergi 1
Inngangur Sameiginlegur