Lónsleira, parhús á Seyðisfirði

Um er að ræða fyrirtæki í fullum rekstri með fjórar fasteignir/ hótelíbúðir sem eru leigðar út allt árið. Íbúðirnar eru hvor 85 fm, eða 340 fm, byggt í skandinavískum, mínímalískum stíl, með sér inngangi í tveimur steinsteyptum parhúsum nr. 7a, 7b, 9a og 9b við Lónsleiru á Seyðisfirði. Húsin eru staðsett við sjóinn með óhindrað útsýni yfir bæinn og sjóinn. Hver íbúð er á tveimur hæðum með þremur svefnherbergjum, stofu, baði og eldhúsi. Auk þess er geymsla og þvottahús. Samtals um 340 fm. öll húsin.
Allur búnaður til hótelhalds, innbú og viðskiptavild fylgir með ásamt firma.  Skipulagt er að byggja fleiri sambærileg hús á lóðum við hliðina, fyrir gisti- og ferðaþjónustu. Aðkoman er snyrtileg og auðveld. Húsin eru staðsett niður við Lónið eða Pollinn og er í göngufæri við alla þjónustu í bænum. Góð bílastæði og opið rými við húsin sem gefur fallegt útsýni yfir þorpið, sjóinn og fjallasýn. Grasflötur er á lóð og sjávarmöl í innkeyrslu. Eignin er í einkasölu á FRÓN fasteignamiðlun.
Bókanir hafa aukist verulega að vetralagi, einkum að vori og að hausti, síðustu ár. Allt full bókað fram á næsta haust!

Nánari lýsing hvors íbúðar. Komið er inn í forstofu með steinflísum á gólfi. Þar eru skápar og hengi. Gluggi á enda. Allir veggir eru klæddir með máluðum ,,kúlupanel“ sem gefur eldra útlit. Milliloft eru steinsteypt. Húsið er steinsteypt, einangrað að utan og viðarklætt. Gluggar eru handsmíðaðir í ,,eldri íslenskum stíl“. Útlit húsanna falla vel við eldri hús á staðnum. Á fyrstu hæð er borðstofa og stofasem opnast í einu rými, með massífu parketi. Panelklæddir veggir. Þar er borstofuborð, með stólum og góðum sófum. Sjónvarp ásamt búnaði við WiFi og hljómtæki.  Eldhús er opið með hvítri innréttingu, gler í efri skápum. Öll heimilistæki, s.s. ísskápur, uppvöskunarvél og örbylgjuofn ásamt hitakönnum og kaffivél með áhöldum, fylgir með. Góðir gluggar sem gefa mikla birtu og útsýni á pollinn. Gengt er út á verönd frá stofu sem er um 20 fm viðarpallur. Þar eru garðhúsgögn, borð og stólar, ásamt gasgrilli. Herbergin eru í skandinavískum, mínímalískum stíl. Hjónaherbergi með massífu parketi, kúlupanell á veggjum. Tækjageymsla með stórum forðakút fyrir heitt vatn. Bað er rúmgott með steinflísum í gólfi og ljósum flísum á vegg. Sturtuklefi er með hertu gleri. Sturtubotn er slettur við gólf, er lagður fínni flísum. Vaskur á antik borði. Upphengt klósett. Gluggi með flilmu í gleri.

Efri hæð. Gengið er upp siga með gegnheilu parketi. Þar er komið upp forstofugang með veltiglugga í þaki. Tvö rúmgóð svefnherbergi með góðum gluggum á gafli. Loft og súð er klædd með kúlupanel. Massíft parket á gólfum. Góð viðurkend rúm fylgja með ásamt öllum rúmfatabúnaði. Upphengislár, lampar og náttborð fylgja.
Gott skipulag eru í húsunum og auðvelt er að þrífa þau. Húsin er mjög hagstæð í rekstri og viðhaldi. Þau eru vel hlóð- og varmaeinangruð.

Á lóðinni eru tvö minni hús um 10 fm hvort.  Annað er nýtt sem geymsla og hitt er þvottahús með nýlegum tækjum. Lóðin er grasi vaxin að hluta en sjávarmöl að framanverðu. Steinleggja á bílastæði að framanverðu. Efni er til í það sem fylgir. Nálægð er við sjóinn og pollinn gerir húsin mjög spennandi. Þegar setið er í stofunni er hægt að horfa yfir Pollinn og á byggðina með mannlífi, náttúru og veðursæld. Skipulagðar eru nokkrar lóðir í viðbót í götunni sem ætluð eru til ferðaþjónustu. Tvær næstu lóðir sem fyrirtækið hefur látið teikna sambærileg hús á. Teikningar fylgja með. Allar bókanir, viðskiptavild og bókunarkerfi fylgja með.

Reksturinn er undir firmanu ,,Lónsleira ehf“ og er rekinn allt árið sem gefur af sér um tvö stöðugildi. Hentugt fyrir samhennt fólk eða er góð viðbót viða aðra ferðaþjónustu. Lónsleira hefur fengið háa þjónustueinkunn eða 9,6. Mögulega væri hægt að fá byggingaverkáætlun á næstu tveimur húsum, ef áhugi er fyrir því. Við hönnun húsanna var tekið mið af gömlu byggðinni á Seyðisfirði og jafnframt lögð áhersla á nútíma þægindi og glæsileika. Íbúðirnar henta vel til útleigu fyrir fjölskyldur, smærri hópa og einstaklinga.

Hægt er að fá hagstæð fjárfestingalán út á fasteignirnar, til lengri tíma vegna kaupanna. Skipti á fasteign er möguleg á höfuðborgarasvæðinu.

FRÓN fasteignamiðlun
Verð 85.000.000 kr.
Fasteignamat 47.963.000 kr.
Brunabótamat 174.570.000 kr.
Áhvílandi 47.000.000 kr.
Tegund Hótel/gistiheimili
Byggingarár 2014
Stærð 163.0 m2
Herbergi 16
Svefnherbergi 12
Stofur 4
Baðherbergi 4
Inngangur Sérinngangur