Marargata 7, einbýli Grindavík

Finnbogi Kristjánsson lögg. fasteignasali co FRÓN fasteignamiðlun sýnir eignina s. 897-1212. 

Um er að ræða einbýlishús á einni hæð með þremur svefnherbergjum, góðu baði og fínu þvottarhúsi. Stofan er í suður, gengt út á verönd. Rúmgóður bílskúr með góðu vinnurými. Lóðin er lystigarður með gróðurhúsi, ,,hofi“, heitum potti, gosbrunni og leikastöðu. Þar er mikið skjól og gott að vera í morgunsól og síðla dags sem lengir sumarið. Húsið var allt tekið í geng árið 2002 á haganlegan hátt. Allt vandað og vel gert.  

Komið er að húsinu inn í lokaðan garð að sunnan verðu. Þar er gosbrunnur, tvennar verandir sem eru steinlagðar. Grasi gróið, vel snyrt með blönduðum lystigróðri. Komið er inn í forstofu húss, með flísum á gólfi. Þar eru skápar og hengi. Gangur er með flísum á gólfi. Þar eru þrjú svefnherbergi með skápum.
Baðið er með flísum á gólfi, góðar innréttingar þar, baðkar með sturtueiningu, gott skápapláss og handklæðaofn. Stofa er með parketi. Klætt loft með innbyggðum ljósum. Þar má ganga út á verönd í suður.
Eldhús er haganlega hannað, borkrókur þar og tvennir gluggar. Flísar á gólfi og á milli skápa. Góð tæki.
Þvottahús með flísum, mikil innrétting og vinnuaðstaða. Þar innaf eru geymslur. Hitastýrikerfi er innbyggt í skápa. Þar er stýrikerfi fyrir heitan pott, notað affall af hitaveituvatni sem síðan rennur í gróðurhús til upphitunar.
Gengt er út úr þvottahúsi og út í garð að austanverðu. Hann er skjólgóður, steinlagður með góðri aðstöðu fyrir útborð með leiksvæði fyrir börn og fullorðna. Þar er mikil timburverönd og á henni er ,,kínvest hof“ opið sem hægt er að hafa garðhúsgögn í skjóli fyrir norðanáttinni.
Við bílskúr á lóð eru opnar geymslur byggt úr timbri. Þar má geyma útihúsgögn, garðáhöld og dót.
Útisnúrur eru við hús, handsmíðað úr stáli.
Heitur pottur er innbyggður, kynntur með affalli sem má auka við með hitastýrikerfi.
Mikið og vel byggt gróðurhús úr stáli á steinsteyptan grunn, sem er nýlegt. Tvöfalt einangrunargler, opnaleg fög með stillanlegu opnun með handfangi. Þar er hitakerfi frá affalli hitaveitu og vökvunarkerfi með útagötum. Stálvaskur með blöndunartækjum með vinnuaðstöðu. Aðstaða fyrir gróðurpotta, trjágrind fyrir vínvið og gott pláss.
Aftan við gróðurhús er aðstaða til að blanda mold, vinna með gróður og geyma garðáhöld í vinnslu.
Við hlið húss er lystigróður meðfram gangstétt. Garðurinn er listaverk sem hefur verið hugsað um að natni og ástúð.

Bílskúr er með vinnuaðstöðu, geymslu eða skrifstofupláss og stórir gluggar í austur. Opnanleg bílskúrshurð hefur verið stækkuð, manngengt þar inn um á sér hurð.
Bílaplan er pláss mikið fyrir fleiri en einn bíl og rúmar stóran bíl ásamt öðrum minni bílum eða kerrum.

Þetta hús var allt tekið í geng af núverandi eigendum, frá nánast fokheldi og er í góðu viðhaldi og standi. Allt haganlega hannað og hugsað fyrir eins og rafmagni, hitakerfi og innréttingum. Sjón er sögu ríkari. Garðurinn er listaverk og er talsverð viðbót við húsið, fyrir allar árstíðir. Lengir sumarið og gerir húsið áhugaverðara. Vinnuaðstaða fyrir áhugamálin í skúr eða á lóð er allt fyrir hendi. Kaupandinn er að fá meira en eitt hús fyrir peninginn með þessum kaupum.
Ýmis smáatriði í hönnun og hagleik sem gerir húsið að meiri fasteign. Það sést allt betur við nánari skoðun.

Þetta hús er einstakt fyrir fjölskyldu og einstaklinga með allskonar áhugamál!

Finnbogi Kristjánsson lögg. fasteigna- skipa og fyrirtækjasali og lögg. leigumiðlari hefur starfað við fasteignasölu í rúm 34 ár og er eigandi af FRÓN fasteignamiðlun. Sérhæfing í sölu og veðmötum á eignum. Einnig í fjármálum heimilanna, rekstri smærri fyrirtækja, sölu fasteigna, skipa, lands og bújarða

FRÓN fasteignamiðlun
Verð 54.990.000 kr.
Fasteignamat 40.150.000 kr.
Brunabótamat 53.300.000 kr.
Áhvílandi 0 kr.
Tegund Einbýli
Byggingarár 1968
Stærð 218.3 m2
Herbergi 4
Svefnherbergi 3
Stofur 1
Baðherbergi 1
Inngangur Tveir inngangar
Nýbygging Nei / Ekki vitað
Bílskúr