Mjóahlíð 12, hæð og ris ásamt bílskúr

Opið hús: Mjóahlíð 12, 105 Reykjavík, efri hæð og ris ásamt bílskúr. Eignin verður sýnd fimmtudaginn 21. febrúar 2019 milli kl. 16:00 og kl. 17:00. Finnbogi Kr. lögg. fasts. sýnir á staðnum. Allir velkomnir.

Um er að ræða hæð og ris í þriggja íbúða stigahúsi auk stakstæðs bílskúrs. Samtals 129,7 fermetra, þar af er bílskúrinn 28 fm.  Þessi íbúð hentar vel stærri fjölskyldu og bílskúrinn, sem er í dag nýttur sem stúdíó, gefur möguleika á útleigu. 
Húsið er byggt úr steinsteypu árið 1944. Gott aðgengi er að húsinu en íbúðinni fylgir sérinnkeyrsla með plássi fyrir allt að þrjá bíla.  Húsinu tilheyrir 357,7 fm sameiginleg leigulóð. Íbúðin er björt og ágætlega um gengin. Eignahluti í húsi er 37,37% .

Nánari lýsing eignar:
Um er að ræða sex herbergja íbúð á 2. hæð og í risi. Sameiginlegur inngangur er í húsið með hinum tveimur íbúðum hússins.  Stigahús er teppalagt. Í kjallara er sameiginlegt þvottahús. Hæðin er með lökkuðu flotmúr á gólfi. Fyrir framan íbúð er lítill stigapallur með fatahengi. Komið er inn í hol og þaðan er gengið inn í allar vistarverur á hæðinni;svefnherbergi, tvær stofur, eldhús og bað. Úr holi liggur stigi upp á rishæðina. Stofurnar eru bjartar og rúmgóðar og úr annarri stofunni  er útgengt út á svalir sem snúa í suður.  Á milli stofanna eru rennihurðir og er önnur stofan nýtt sem herbergi í dag.  Svefnherbergi snýr í norður, þar er fatahengi og skápar. Baðherbergi er með  glugga sem snýr í vestur. Það er með múruðum og lökkuðum veggjum og upphengdu klósetti, handklæðaofni og sturtuklefa. Eldhús er með eldri sixtís innréttingu og flotaðri borðplötu.  Í eldhúsi er góður gluggi sem snýr í norður og er þar pláss fyrir matarborð. Eldavél með keramikhellum og stór gamaldags stálvakur.

Fyrir þremur árum voru endurnýjaðar neysluvatnslagnir, ofnalagnir og allir ofnar á hæðinni. Öll gluggafög voru þá yfirfarin en gluggar eru upprunalegir fyrir utan gluggann í annarri stofunni. Gluggar í risi eru nýlegir Velux gluggar.

Rishæð:  er með þremur litlum svefnherbergjum, setustofu og geymslu undir súð. Nýir veltigluggar eru í öllum herbergjum í risi og plastparket á gólfi.

Bílskúr: Bílskúrinn er stakstæður og stendur aftast á lóð. Hann er 28 fm að stærð, með einhalla þaki, byggður árið 1945. Allir gluggar eru nýir. Allar lagnir (raf-, neysluvatn, ofna- og frárennslislagnir) voru endurnýjaðar á síðasta ári. Innkeyrslan fyrir framan bílskúrinn var hellulögð síðasta sumar með snjóbræðslu sem er ótengd.

Sameign og hús: Húsið er nýlega steinað að utan með eldra bárujárnsþaki. Gróðursæll bakgarður en frágangi á framlóð er ólokið eftir framkvæmdir utanhúss.
Umhverfið:  Nærumhverfið er sérstaklega fjölskylduvænt því leikskólar og skólar á öllum skólastigum eru í göngu- og hjólafæri.  Staðsetning er mjög miðsvæðis í borginni og gott aðgengi að almenningssamgöngum auk þess sem stutt er út á stofnbrautir.  Hægt er aðhjóla í allar áttir, inn í hverfið eða yfir í nærliggjandi hverfi, eins og í Öskjuhlið, í Háskólanna, Landspítalann eða stórmarkaði. Flugvöllur fyrir innanlandsflug og sjúkraflug er í nágreninu. Stutt niður á BSÍ.

Finnbogi Kristjánsson lögg. fasteigna- skipa og fyrirtækjasali  og lögg. leigumiðlari, sýnir eignina / 897-1212 / [email protected]

FRÓN fasteignamiðlun / Síðumúla 23, 2. hæð / 108 Reykjavík / 519-1212

Verð 54.900.000 kr.
Fasteignamat 51.400.000 kr.
Brunabótamat 33.740.000 kr.
Áhvílandi 0 kr.
Tegund Fjölbýli
Byggingarár 1944
Stærð 129.7 m2
Herbergi 6
Svefnherbergi 4
Stofur 2
Baðherbergi 1
Inngangur Sameiginlegur
Nýbygging Nei / Ekki vitað
Bílskúr