Sæmundargata 11, efri hæð og stúdíóíbúð á Sauðárkróki

Opið hús: Sæmundargata 11, efri hæð og stúdíóíbúð á Sauðárkrók. Eignin verður sýnd laugardaginn 27. apríl 2019 milli kl. 13:00 og kl. 14:00. Finnbogi Kr. lögg. fasteignasali tekur á móti fólki og sýnir eigina. Allir velkomnir. 897-1212 [email protected]

Tvær íbúðir, fyrir eina!
Um er að ræða 4ra herbergja 94,1 fm, efri sérhæð í risi, þar af 32,8 fm einstaklingsíbúð í ,,bílskúr“.
Íbúðirnar er sérstaklega huggulegar og vel um gengnar. Búið að laga margt frá upphafi, mála, skipta um lagnir, glugga, gler ofl. og allt í góðu viðhaldi. Þetta er íbúð sem hentar fyrir fjölskyldu með börn og / eða til útleigu. Góðar leigutekjur.

Sér inngangur er í einstaklings íbúðina og inn í hús að ofan. Gott aðgengi er að húsinu, næg bílastæði og gott plássá lóð. Íbúðin er björt og er ágætlega um gengin. Sameign hefur verið haldið við. Ný eignaskiptalýsing frá mars 2019, liggur fyrir og lóðasamningur frá ágúst 2018.

Nánari lýsing íbúðar. Um er að ræða 3ja til 4ra herbergjaíbúð sem undir risi. Sér inngangur. Komið er inn í  forstofu, flísar og filtteppi á gólfi þar. Einnig er hengi fyrir útiföt. Hægt að ganga þaðan inn sér í stúdíóíbúð en aðal inngangurinn er að ofanverðu í hana.
Innri forstofa er með filtteppi. Gengt upp steinsteyptan málaðan stiga, úr forstofu. Gangur og hol með plastparketi, bjartur gluggi í suður. Svefnherbergi undir súð með parketi með glugga í suður. Minna herbergi með parketi, glugga og skápa undir súð. Geymsluherbergi með þakglugga og parketi á gólfi. Vinnuherbergi með glugga. Bað er nýlega uppgert með steinflísum á gólfi og vegg. Baðkar og sér sturtuklefi. T.f. þvottavél, hvít tæki, upphengt klósett og notadrjúgar innréttingar. Skápar með vaskborði í með viðarborðplötu. Niðurfall í gólfi. Stofa með kvisti með parketi, stór gluggi gefur góða birtu, sem snýr í suður. Hjónaherbergi með parketi, lítið undir súð og gluggi í vestur sem gefur góða birtu. Eldhús með steinflísum á gólfi, viðarinnrétting með plastlögðum bekkjum, góður gluggi og borðkrókur. Keramik helluborð og ofn sér. Uppvöskunarvél á borði. Góður borðkrókur. Sér hitagrind.

Einstaklingsíbúðin (áður bílskúr) var smíðuð upp árið 2018 sem 32,8 fm stúdíó íbúð. Þar er viðbyggð forstofa með dúk og sér inngangur þar í norðaustur. Góðir nýir gluggar í norður og austur. Ný útihurð. Ný eldhúsinnrétting með helluborði, með plássi fyrir matarborð. Bað allt nýtt þar, handklæðaofn, upphengt klósetti og sturtuklefi. Gott pláss fyrir ,,stofu” og svefnherbergi. Mjög hentug íbúð til ,,útleigu” sem lækkar allan rekstarkostnað eða sem viðbót við íbúð. Allt rafmagn og lagnir eru nýjar. 

Sameign og hús. Húsið var múrviðgert og málað sumarið 2018. Það er með bárujárnsþaki í góðu viðhaldi.  Nýir þakkantar, þakrennur og niðurföll. Nýjar lagir í hitakerfi og rafmagn yfirfarið í lagi. Nær-hverfið er sérstaklega fjölskylduvænt hverfi með allri þeirri þjónustu sem er í skipulögðu hverfi. Það er vel staðsett gagnvart náttúru, nálægt sjó og stutt í ,,allar áttir”. Staðsetning er í norðaustur í hverfinu, nálægt strönd sem sér út í Skagafjörðinn. Þetta er þróað hverfi, til þess að gera miðsvæðis og er stutt er að fara í öll önnur hverfi í nágeninu. Sauðárkrókur er vel í sveit sett, með nægri atvinnu og allri þjónustu.
Lóðin er um 508 fm, sem hefur verið stækkuð fyrir þennan eignarhluta, um 42 fm nýverið. Við inngang en sjávarmöl að hluta. Norður hluti hennar er sér fyrir  efri hæð. Húsið er staðsett þannig að hæfilega ,,stutt” er að fara á stofnbraut og ,,bruna á braut”. Innkeyrsla fyrir efri hæð er að bílskúr. Næg bílastæði fyrir einkabíla og tengivagna á lóð.

Öll þjónusta er í göngufæri, hverju nafni sem hún nefnist sem er til í nútíma samfélagi. Hjólastígar eru í allar áttir, niður í fjöru, inn í hverfið eða yfir í nærliggjandi hverfi. Flugvöllur fyrir kennslu og sjúkraflug er stutt í nágreninu. Áætlanaflug í höfuðborgina og rútuferðir. Gott vegsamband, bæði norður og suður. Atvinnuástand á Sauðárkróki og nærsveitum er nokkuð stöðugt, bæði í ferðaþjónustu sem er vaxandi, fiskveiðum og iðnaði. Samfélagsþjónusta, afþreying og verslun í góðum gæðaflokki. Kaupfélag Skagfirðinga er öflugt félag sem vinnur með samfélaginu. Sjúkrahús og menntaskóli á staðnum. Flugbraut og Háskóli í héraði að Hólum og hefðbundinn grunnskóli, ásamt leikskólum.  Ríkisstofnanir og bankar eru á staðnum ásamt helstu opinberi þjónustu. Eftirspurn eftir fasteignum og í leigu er stöðugt samfara vaxandi kaupmætti. 

Finnbogi Kristjánsson lögg. fasteigna- skipa og fyrirtækjasali og lögg. leigumiðlari hefur starfað við fasteignasölu í rúm 32 ár og er eigandi af FRÓN fasteignamiðlun. Sérhæfing í sölu og veðmötum á eignum. Einnig í fjármálum heimilanna, rekstri smærri fyrirtækja, sölu lands og bújarða

Verð 26.950.000 kr.
Fasteignamat 16.500.000 kr.
Brunabótamat 23.910.000 kr.
Áhvílandi 0 kr.
Tegund Hæðir
Byggingarár 1962
Stærð 94.1 m2
Herbergi 4
Svefnherbergi 3
Stofur 2
Baðherbergi 2
Inngangur Sérinngangur
Nýbygging Nei / Ekki vitað
Bílskúr