Sérhæft iðnfyrirtæki

Um er að ræða iðnaðarfyrirtæki í þjónustu við öflug sjávarútvegsfyrirtæki, aðallega með sérhæfðan skipabúnað, nýsmíði, viðhald og söluumboð. Fyrirtækið er í fullum rekstri með fasta starfsmenn. Allur búnaður er til staðar, tæki, verkstæði og verkfæri auk verkstæðishús. Öll umboð, varahlutir og þjónustusamningar fylgja með. 

Velta fyrirtækisins er stöðug og arðsemi góð. Viðskiptavild eru velborgandi stöndug sjávarútvegsfyrirtæki ásamat tryggum fastakúnnum. Öll tæki sem skapa verðmæti fylgja með, s.s. lager, umboð, viðskiptasamningar og fasteiginn að Stapahrauni 5 í Hafnarfiriði. Mikil þekking og sambönd eftir tæp 50 ára viðskiptasögu sem er mikils virði.
Fyrirtækið skuldar lítið eða ekkert og er að skila eiganda sínum góðri EBITU. 
 
Þetta er sérstakleg henntugt fyrirtæki fyrir þá sem vilja bæta við sig séþjónustu í iðnaði við sjávarútveginn. 
 
Iðnaðarhús fylgir sem er um 335,5 fm úr stálgrind með mikilli lofthæð, byggt árið 1980. Það skiptist í aðalsal sem er verkstæði. Í öðrum enda hússins er innréttað skrifstofur, starfsmannaaðstaða og salerni á 1. hæð. Á 2. hæð fyrir ofan er innréttað rými, milliloft. Gengt upp stálstiga og svalir. Gólf er steinsteypt, háar innkeyrsludyr og gott athafnaplan fyrir framan sem mætti byggja á. Þar eru lóðamörk að húsi. Fleyri en einn inngangur er í húsið og tvennar háar innkeyrsludyr. 

Öll tæki eru til staðar, s.s. rennibekur, lyftur, suðutæki og ýmis sérhæfð tæki til þjónustu við skipaiðnað, þá sérstaklega fyrir, lyftu, krana og glussabúnað svo dæmi sé tekið.  
Lóðin er 1.500 fm og forkaupsréttur er að framhúsi, sem er á 3 hæðum, sem er verslunar og skrifstofuhúsnæði. Húsið er staðsett þar sem er stutt að fara til viðskiptavina. 

Finnbogi Kristjánsson lögg. fasteigna og fyrirtækjasali veitir allar nánari upplýsingar, [email protected] og 897-1212.
Eignirnar eru í einkasölu hjá FRÓN fasteignamiðlun. 

Verð
185.000.000 kr.með tilheyrandi fasteign

Fasteignamat
74.950.000 kr.
Brunabótamat
54.300.000 kr.
Áhvílandi

Stærð
335 m²
Tegund
Atvinnuhús
Byggingarár
1980
Skrifsofa
Starfsmanna aðstaða

Svefnherbergi

Tvennar snyrtingar

Inngangur
Tveir inngangar

Bílastæði