Skúlagata 40, 5 hæð

TIL LEIGU, opið hús! Björt 102 fm 3ja-4ra herb. íbúð í lyftuhúsi, með yfirbyggðum svölum. Útsýni á Faxaflóann, stutt í bæinn og örugg staðseting til að vera á. Húsæðið er fyrir 60+ en hægt að fá undanþágu! Finnbogi Kr. lögg. fasts og leigumiðlari sýni.

Finnbogi Kristjánsson lögg. fasteignasali co FRÓN fasteignamiðlun sýnir eignina s. 897-1212. 

Til leigu er 101,1 fm rúmgóð 3ja herbergja, íbúð á 5. hæð í lyftuhúsi við Skúlagötu, ásamt hlunnindum sem tilheyra íbúð, eins og afnot af gufubaði, heitum potti og æfingatækjum með meiru. Íbúðinn skiptist í tvö svefnherbergi, hol, stofu og eldhús. Þvottahús og geymsla inn í íbúð. Yfirbyggðar svalir í austur. Öll þjónuta sem er í 101 er í gögnufæri, s.s. dagvöruverslannir, matsölustaðir og önnur þjónusta eins og mötneyti. Íbúðin er ætluð fyrir 60 ára og eldri en hægt er að fá undanþágu frá þessu. Lantímaleiga. Finnbogi Kristjánsson lögg. fasteigna- og leigusali sýnir íbúðina eftir nánari samkomulagi, [email protected] / 897-1212 

Nánari lýsing:
Gengið er inn í forstofu með ljósu parketi, þar eru forstofuskápar og hengi. Það opnast við rúmgóða stofu með ljósu parketi. Gluggi í norður er með 45° útskoti sem gefur mikla birtu. Gott útýni út á Faxaflóann, yfir höfnina, strandlegninuna og að Esjunni.
Eldhús er með ljósum innréttingum, nýleg tæki, uppvöskunarvél fylgir og ísskápur. Borstofa og hol með parketi. Herbergi með dúk á gólfi með nýjum fataskáp. Gluggar eru í tvær áttir, í norður og í austur. Gengt út á svalir sem eru lokaðar af með gleri sem má opna. Þær eru flísalagðar.
Nýlega uppgert bað með flísalögu gólfi og á vegg. Upphengt klósett og ný innrétting með skápum. Sturtuklefi er úr hertu öryggis gleri og gólf er jafn hátt og í baðherberginu.

Á fyrstu hæð í sameign er ,,baðhús“ með heitum potti, sturtum og sánaklefa. Einnig er þar búningsklefar, æfingatæki með tilheyrandi. Samkomusalur á annarri hæð er í eigu sameignar, með eldhúsi, snyrtingu og tilheyrandi. Aðgangur er að þvottaþurrkaðstöðu. Tvennar svalir tilheyra sameign á ,,þakhæð“ hússins, í norður og suður. Þaðan er mikið útsýni, yfir flóann og borgina. Aðstaða er fyrir þvott á bílum í bílageymslu fylgir íbúð en ekki stæði fyrir bíl. Stæði mætt mögulega fá leigt af öðrum. Burðakerra til afnotar fyrir íbúa úr bílageymslu. Bílskúr er undanskilinn leigu. Einkabílastæði, að neða og ofan sem tileyra íbúum hússins.

Leiguverð er 250.000 á mánuði auk hefbundnar tryggingar. Hússjóður er með kyndingu og þjónustu er innifalið í leiguverði. Um er að ræða langtímaleigu. Íbúðin er í eigu einstaklinga. Engi bílskúr fylgir.

Finnbogi Kristjánsson lögg. fasteigna- skipa og fyrirtækjasali og lögg. leigumiðlari hefur starfað við fasteignasölu í rúm 34 ár og er eigandi af FRÓN fasteignamiðlun. Sérhæfing í sölu og veðmötum á eignum. Einnig í fjármálum heimilanna, rekstri smærri fyrirtækja, sölu fasteigna, lands og bújarða.

FRÓN fasteignamiðlun
Verð Tilboð
Fasteignamat 44.850.000 kr.
Brunabótamat 33.960.000 kr.
Áhvílandi 0 kr.
Tegund Fjölbýli
Byggingarár 1990
Stærð 144.0 m2
Herbergi 3
Svefnherbergi 2
Stofur 1
Baðherbergi 3
Inngangur Sameiginlegur