Spóaás 7, Hafnarfirði

Eigin er seld með fyrirvara um fjármögnun!

Um er að ræða vel byggt steinhús á einni hæð með fjórum svefnherbergjum. Stór stofa, engir þröskuldar og vandaðar innréttingar. Tvöfaldur bílskúr, tvennar verandir, önnur með heitum potti. Hentugt fyrir barnafjölskyldu og vina margt fólk. Hiti í öllum gólfum, hátt til lofts. Þakið er bogadregið, húsið er ,,T-laga“ bygging. Það er einangrað að utan og klætt með braselískum harðvið (taba juba) mahoni og með felsbat-flísum. Húsið er í einkasölu á FRÓN fasteignamiðlun. Skipti á minni eign kemur til greina. 

Komið er inn í forstofu með steinflísum á gólfi, þar eru skápar. Falleg útihurð úr hnotu. Gestasnyrting í forstofu, með steinflísum á gólfi, upphengt klósett, flísalagðir veggir. Gengt er inn í bílskúr úr forstofu.
Gangur opnast við sjónvarpshol með parketi á gólfi, gengt þaðan út á verönd. Úr holi er gengt inn í eldhús og stofu. Stofan er rúmgóð með arinn, þar er hátt til lofts. Flísalagt fyrir framan arin. Öll loft eru klædd með kirsuberjavið með innbyggðri lýsingu. Úr stofu er gengt út á suð-austur verönd sem nýtur morgunsólar. Veröndin er með skjólvegg sem er bogalaga, ,,eins og sólargangurinn“. Gott að hafa borð og grillaðstöðu þar.
Rúmgóð borðstofa tengist við stofu og eldhús. Þar er mikill horn-gluggi ,,án pósta“ sem snýr í suð-austur með útsýni. Parket á gólfi.
Eldhúsið er með viðarinnréttingu, steinflísar á gólfi, góð tæki og t.f. uppþvottavél. Flísar á milli skápa. Tvöfaldur Amerískur- ísskápur, stálklæddur.
Möguleiki er að gera pall (koníaksstofu) yfir stofu að hluta. Þar er gluggi uppi sem snýr í vestur. Tengja má viftu í loft í stofu.
Herbergjagangur með parketi, þar gengið sem er inn í fjögur svefnherbergi, hvít viðarloft. Hjónaherbergi er með hnotuparketi. Innaf því er fataherbergi. Kirsuberjaviður í hurð og í lofti. Þrjú svefnherbergi með parketi, eitt með skápum en pláss er inn í hinum herbergjum fyrir skápa, hvít viðarloft. Þvottahús með innréttingu og gott pláss fyrir að bæta við innréttingum þar.
Baðherbergi er rúmgott með nýlegum innréttingum, flísar á vegg í tveimur litum. Upphengt klósett. Tvenn niðurföll/sturtubotnar, ,,slétt gólf“, flísalagt gólf. Gott skápapláss. Hert gler fyrir sturtu.
Mikil verönd er í austur við húsið og garður með grasi í suður. Allt í einni hæð. Pallaefni á miklum hluta og þar er heitur pottur og skjólveggur. Vestan og sunnan megin á lóð er annar pallur sem tengist stofu og borðstofu. Grasflötur er í austur og suður, aðskilið frá götu með steinsteyptri hækkun með girðingu.

Bílskúr er tvöfaldur með stórri innkeyrslu hurð, geymsla þar inni. Einnig er ca 16 fm milliloft sem nýtt er sem geymsla. Steingólf með hita í. Gengt út á lóð að norðaverðu. Innkeyrsla er með þjöppuðu sandlagi og tilbúið til að setja á klæðingu eða hellur á. Húsið er einangrað að utan og klætt með braselískum harðvið (taba juba) mahoni og með felsbat-flísu. Skorsteinn fyrir arinn er ný klæddur með blikki að utan.

Eigendur eru bara orðin tvö í kotinu og vilja minnka við sig. Þau eru opin fyrir að skipta á minni eign.

Finnbogi Kristjánsson lögg. fasteignasali sýnir eigina eftir samkomulagi. finnbogi@fron.is /897-1212

 

Spóaás 7, einbýli á einni hæð með bílskúr

  • Verð 87.900.000
  • Fasteignamat 62.450.000
  • Brunabótamat 60.800.000
  • Byggingarár 2002
  • Stærð 230,5 fm
  • Herbergi 7
  • Svefnherbergi 4
  • Bílskúr tvöfaldur
  • Tvennar verandir og garður
  • Heitur pottur