Vatnsstígur 20-22, íbúð 104

Opið hús: Notaleg íbðuð við Vatnsstíg nr. 20-22, 101 Reykjavík. Íbúð merkt: 0104, aðkoma að ofan. Eignin verður sýnd föstudaginn 13. desember 2019, milli kl. 13:00 og 13:30. Finnbogi Kr. lögg. fasts. sýnir. Allir velkomnir. Frábær íbúð með sólskála.

Fjagra til fimm herbergja, 137 fm ný fullbúin íbúð í fjölbýli. Stæði í bílaskýli fylgir með í bílakjallara. Yfirbyggð svala-verönd fylgir með.
Í íbúðinni eru forstofuskápar, gestasnyrting, stofa og borðstofa. Massíft parket eru á öllum gólfu nema votrými. Hljóðeinangrað er á milli hæðra. Hiti er í gólfum ásamt hljóðeinangrun. Hátt til lofts. Vandaðar innréttinar og tæki. Stofan er stór sem er opin við eldhús, bjartir gluggar með miklu útsýni yfir Faxaflóann, yfir á Esju og vestur á land. Tvö svernherbergi eru rúmgóð með skápum. Allir gluggar ná frá gólfi og upp í loft sem gefur góða birtu. Sjónvarpsherbergi og þaðan gngt út á svala-verönd sem verður lokuð af með gleri. Loftræstikerfi er í íbúðinni sem gerir hana ,,ryklausa“. Húsið er sérstaklega hljóðeynangrað á milli íbúða.

Mikið mannlíf í umhverfinu og nálægð við sjóinn. 

Lýsing íbúðar: Komið er inn í vandaða forstofu í sameign. Þar er listaverk á vegg, ásamt sófa og borði. Flísar á gólfi en motta við sófa. Öryggis dyrasími er í öllu húsinu með myndavél. Tvær lyftur eru í húsinu. Ekki þarf að taka lyftu í þessa íbúð. Gengið er inn á sama gólfi og íbúð.
Komið er inn í íbúð í forstofa með gegnheilu ljósleilu plankaparketi. Þar eru góðir forstofuskápar. Þar er einnig gestasnyrting með vönduðum flísum í hólf og gólf. Hvít tæki og upphnegt klósett. Úr forstofu er farið inn í stofu, sem er með ljósleitu plankaparketi. Þar er gott rými og stórir, háir gluggarsem gefur íbúðinni mikla birtu og útsýni. 
Borstofa opnast við stofu og tengist eldhúsi. Eldhúseyja með vönduðum eldunartækjum og ljósu graníti. Ljós og gufugleypir hangir í lofti. Vandaðar innréttingar. Bakaraofn með stál framhluta og ísskápur í sma stíl, fylgir með. Borðkrókur við glugga sem er útskot og stækkar eldhús. Þeir ná niður í gólf og upp í loft.
Herbergjagangur með rúmgóðum skápum, gengt þar inn í þvottahús með innréttingu og skápum. Flísar á gólfi og á veggjum. Skolskápur ofl.
Hjónaherbergi með massífu plankaparketi, rúmgóðir skápar og horngluggi, sem gefur góða birtu inn, sem nær frá gólfi og upp undir loft.
Annað herbergi með massífu parketi, ,,bjartir“ gluggar þar, gengt út á suður-verönd eða svala-veröndsem verður lokuð af með gleri.
Herbergi við enda gangs, sem er ætlað fyrir sjónvarp- eða dagstofu. Gengt þaðan út á svala-verönd.
Lofræstikerfi er í íbúðinni, sem heldur henni rykhreinni og ferskri. Einstakt útsýni á sjóinn, Faxaflóan og til fjalla.
Stæði í bílageymslu, merkt 16B 61, með tvennum innkeyrslum.  Sér geymsla í kjallara með hillum og næg bílastæði við hús. Rúmgóð hjólageymsla er gengt beint út, án þrepa. Allar umgangshurðir hafa lás sem skannar inn kóða af ,,lykla-dropa“ sem aflæsa hurðum. Auðvelt í umgengni. Húsfélagið er vel skipulagt og gætir hagsmuna heildarinnar.

Þessi íbúð henntar fólki sem vill gott pláss í kring um sig, vera í nálægð við sjóinn eða í hjarta borgarmenninguna og iðandi mannlíf.
Húsið er rólegt og umhverfi gott.  Stutt að fara gangandi í allar áttir og njóta  umhverfisins. Dagvöruverslun, bakarí og önnur þjónusta er stein snar frá húsi.

Finnbogi Kristjánsson lögg. fasteigna- skipa og fyrirtækjasali og lögg. leigumiðlari hefur starfað við fasteignasölu í rúm 33 ár og er eigandi af FRÓN fasteignamiðlun. Sérhæfing í sölu og veðmötum á eignum. Einnig í fjármálum heimilanna, rekstri smærri fyrirtækja, sölu lands og bújarða

FRÓN fasteignamiðlun
Verð 83.700.000 kr.
Fasteignamat 105.550.000 kr.
Brunabótamat 54.970.000 kr.
Áhvílandi 0 kr.
Tegund Fjölbýli
Byggingarár 2015
Stærð 137.0 m2
Herbergi 3
Svefnherbergi 2
Stofur 2
Baðherbergi 2
Inngangur Sameiginlegur