Víðivellir 5 Selfossi

Um er að ræða einbýlishús á tveimur hæðum sem er hæð og ris. Plássmikill bílskúr sem hægt er að stækka inn á lóð. Gott aðgengi af innkeyrslu. Húsið hefur tvær stofur, þrjú svefnherbergi og snyrtingar á hverri hæð. Allt í göngufæri. Hentar vel fyrir unga fjölskyldu með tvö til þrjú börn, sem þarf góðan bílskúr. 

Gengið er inn að vestaverðu við húsið. Steinsteyptur pallurvið inngang með tveimur þrepum frá jörðu. Komið er inn í forstofu með ljósum flísum á gólfi. Þar er forstofuskápur. Rafmagnstafla er í forstofu. Næst tekur við hol með ljósum steinflísum á gólfi. Þar er gestasnyrting með glugga. Einnig má ganga þaðan upp á aðra hæð. Góður gluggi er í vestur í holi. Hægt er að fara þaðan inn í eldhús og einnig inn í stofu úr holi. Stofan er tvöföld, nýtist vel sem borðstofa ogsjónvarpsherbergi, með fjórum gluggum, einn í vestur, tveir í suður og einn í austur.
Gengt er úr stofu í eldhús sem er flísalagt ljósum flísum. Þar er nokkuð svo nýleg innrétting og nýleg eldavél með keramik helluborði og tveimur bakaraofnum. Tvöfaldur LG ísskápur. Gluggi gefur góða birtu inn. Gengt er í þvottahús úr eldhúsi, tvö þrep niður. Þar eru innréttingar með þvottavél og þurrkara. Vaskur í borði. Steyptur sturtuklefi. Gluggar á tvo vegu og gengt er út á lóð og garð.

Efri hæð. Stigi er með tveimur 45° beygjum sem er kostur. Handsmíðað handrið úr járni. Komið er upp í ganghol með parketi. Þar er hægt að fara út á svalir í vestur. Þær eru flísalagðar með rörahandriði. Nokkuð stórt baraherbergi með tvennum gluggum, annar á gafli í vestur en hinn á kvisti í suður. Hjónaherbergi er stærst með miklum skápum á einum vegg. Þar eru tvennir gluggar, annar á gafli í austur en hinn á kvisti í suður. Minna herbergi er í enda með glugga í austur gafli. Í öllum herbergjunum er harðparket. Baðherbergi er á hæðinni, með ljósum tækjum, glugga og handklæðaofni. Þar er flísalögð sturta. Ljósar flísar á gólfi.
Ný rafmagnstafla, rofar og tenglar. Ofna- og lagnakerfi hefur verið yfir farið og er í góðu viðhaldi. Húsið er bárujárnsklætt byggt á steinsteyptum grunni og hlaðið úr steini.
Bílskúrinn er plássmikill og rúmast vel í honum. Gengt er út á hlið á tvo vegu, út á lóðina.

Lóðin eða garðurinn er hæfilega rúmgóður og með góðri sólverönd í suður. Einnig með plássi í austur við húsið og í norður við bílskúr. Hægt að hafa matjurtagarð og lítið gróðurhús til heimilisræktunar á lóðinni. Húsið er staðsett á einum besta stað á Selfossi. Stutt er í miðbæinn, verslun eða aðra þjónustu sem er í 5 mín göngufæri. Auðvelt er fyrir börn að ganga í skólann sem er í hverfinu, frá leikskóla upp í framhaldsskóla. Stutt í sund og íþróttir.

Þetta hús er mjög gott fyrir minni fjölskyldu sem er að hefja reglulegan búskap.

Finnbogi Kristjánsson lögg. fasteigna- skipa og fyrirtækjasali  og lögg. leigumiðlari, sýnir eignina / 897-1212 / finnbogi@fron.is

FRÓN fasteignamiðlun / Síðumúla 23, 2. hæð / 108 Reykjavík / 519-1212 / www.fron.is

Finnbogi Kristjánsson lögg. fasteigna- skipa og fyrirtækjasali og lögg. leigumiðlari hefur starfað við fasteignasölu í rúm 32 ár og er eigandi af FRÓN fasteignamiðlun. Sérhæfing í sölu og veðmötum á eignum. Einnig í fjármálum heimilanna, rekstri smærri fyrirtækja, sölu lands og bújarða

 • Verð 38.900.000 kr.
 • Fasteignamat 28.500.000 kr.
 • Brunabótamat 39.000.000 kr.
 • Áhvílandi 0 kr.
 • Tegund Einbýli
 • Byggingarár 1955
 • Stærð 188 m2
 • Herbergi 5
 • Svefnherbergi 3
 • Stofur 2
 • Baðherbergi 2
 • Inngangur Tveir inngangar
 • Nýbygging Nei / Ekki vitað
 • Bílskúr Já