FRÓN fasteignamiðlun tekur fasteignir á sölu, verðmetur þær og finnur kaupanda að þeim. Við gerum sérhæft verðmat á þinni fasteign miðað við ástand, staðsetningu og þróun á markaði í þínu hverfi. Höfum talsverða reynslu af því.

Við höfum ákveðna þekkingu á hvernig skal standa að kynningu á eign þinni miðað við okkar reynslu. Leggjum áherslu á að eign þín skeri sig úr og myndist vel með fagljósmyndara. Höfum samkomulag um hvar við birtum kynningu á opinberum vettvangi.

Við undirbúum þig hvernig á að standa að sölunni. Við hjálpum þér að finnum út hvaða veðkröfur hvíla á eigninni, væntanlegar framkvæmdir eða hugsanlegir gallar. Eignahlutfall á milli eigna í sameign. Hvaða lán á að fylgja með vegna sameignar. Þetta er sérgrein okkar.

Við finnum kaupanda úr breiðum markaðshópi. Við höfum sanband við kaupendur sem hafa áhuga á eign þinni og þínu hverfi. Við byggjum á rúmlea 34 ára reynslu okkar í tengslum við viðskiptavini á markaðinum.

FRÓN finnur út með seljandanum hvernig á að bregðast við kauptilboði sem berst í eignina sem er heitasti hluti ferlisins. Einnig er veitt aðstoð við gerð gagntilboðs og hvernig á að svara því.

Til að ná árangri höfum við góðan grunn til að byggja á. Með því að skoða vel hvernig er best að stilla upp heimilinu þínu og laða fram á aðlaðandi hátt áður en heimili þitt er sýnt.

FRÓN aðstoðar við að greina hvað á að fylgja með í kaupunum. Athugar hvort séu einhver hlunnindi, leigusamningar, bílskúrsréttur eða aðrar kvaðir.

FRÓN sér um alla skjalagerð að sölu fasteignar, aðstoðar eiganda fasteignar um samninga við kröfueigendur ef þörf er á. Leiðsögn við veðflutning, veðleyfi og hvar á að biðja um það.

Nauðsynlegt er að skilja öll ákvæði kaupsamnings og fá útskýringar á þeim, áður en ritað er undir samning.

Þóknun fyrir að selja eign er að meðaltali 2% til 3,5% auk 24% virðisauka, í einkasölu, fer eftir atvikum og um hvað semst. Almenn sala er alltaf hærri þóknun. Við kynnum fyrir þér gjaldskrá fasteignasalans, áður en við tökum að okkur verkefni. Fast gjald er tekið á ,,öflun gangna“ sem er útlagður kostnaður, sem er kr. 49.000 auk vsk. Netgjald er kr. 18.900 auk vsk., og auglýsingar er skv. gjaldskrá viðkomandi miðils. Annar útlagður kostnaður skv. gjaldskrá FRÓN fasteignamiðlunar.

Gjaldsrká liggur alltaf frammi. Þar má sjá tímagjald fasteignasalans, skjalagerðagjald við einstök verkefni.