Um er að ræða 81,3 fm netto, 4ra herbergja íbúð á 3ju hæð í fjórbýlishúsi. Húsið var allt tekið í gegn að utan í fyrra, þak, gluggar, múr og skeljasandshúð voru þá endurnýjuð. Kvistgluggar eru í íbúð og þakgluggi uppi á rislofti, á baði og í forstofurými. Mikið rými undir súð með góðu gólfplássi. Fallega teiknað steinhús af Hafliða Jóhannssyni húsasmíðameistara.
Gengið er upp útitröppur og inn á stigahús, sem er sameiginlegur með 2. hæð. Stigi upp á pall upp á 2. hæð sem er teppalagður. Þaðan er stigi upp efri pall sem er ný teppalagður og nýtist sem forstofa. Þar eru góðir fataskápar og lítil geymsla.

Komið er inn í forstofu og gang í íbúð, þar er parket á gólfi. Gangur með kvistglugga.
Í eldhúsi er innrétting sem hefur nýlega verið tekin í gegn að hluta, keramik hella og dökkt parket á gólfi. Ný uppþvottavél  getur fylgt og nýlegur bakaraofn. Nýr ískápur getur fylgt með. Dökkt parket á gólfi og stál á vegg.  Góður borðkrókur.
Baðherbergi er með flísum á gólfi, baðkar með sturtu, hvít tæki. Þar eru gott skápapláss. Tengt fyrir þvottavél. Á baðhergi er ekki ofn en lagnir liggja undir súð og ekkert því til fyrirstöðu að tengja ofn.

Stofa er með parketi, tveimur kvistgluggum sem gefa góða birtu. Tvö svefnherbergi, með parketi, annað með skápum. Eitt herbergi með parketi og innaf því er leikherbergi inn í ,,kringlu“ undir súð.  Í leikherberginu er rafmagn og þakgluggi.
Farið er upp stiga í ris og þar er parketlagt herbergi. Frekar lágt til lofts og notalegt rýnmi. Þar er opnalegur þakgluggi og ný þakklæðing.
Núverandi eigandi mun klára frágang við glugga eftir gluggaskipti síðasta árs fyrir afhendingu.

Á jarðhæði er sameiginlegt þvottahús og hjólageymsla. Hægt að gagna út á lóð úr kjallara. Þá fylgir íbúðinni geymsla í kjallara, undir stiga
Gott geymslurými er í íbúðinni. Garðurinn er vel gróinn með steinsteyptum veggjum og eldri trjám.
Íbúðin er einstaklega vel staðsett miðsvæðis í borginni í rólegu og barnvænu umhverfi þar sem stutt er í alla þjónustu, skóla, leikskóla, sundlaug og útivistarsvæði. 

Gert var við húsið allt að utan í fyrra, skipt um þak, glugga og gler. Gert var við múr og húsið steinað upp á nýtt. Hús og semeign líta vel út.
Inneign er til í húsfélagi upp á kr. 1,4 milljónir, sem verður notað í að taka til í sameign og mæta viðhaldi. 

Verð

64.900.000 kr.

Fasteignamat

46.600.000 kr.

Brunabótamat

30.200.000 kr.

Stærð

81 m²

Tegund

Fjölbýli

Byggingarár

1948

Herbergi

4

Svefnherbergi

3

Baðherbergi

1

Inngangur

Sameiginlegur

Garður

Svalir

Nei

Eignarland

0.08719

Finnbogi Kristjánsson lögg. fasteigna- skipa og fyrirtækjasali og lögg. leigumiðlari hefur starfað við fasteignasölu í rúm 35 ár og er eigandi af FRÓN fasteignamiðlun. Sérhæfing í sölu og veðmötum á fasteignum. Einnig í fjármálum heimilanna, rekstri smærri fyrirtækja, sölu fasteigna, skipa, lands og bújarða