FRÓN fasteignamiðlun aðstoðar kaupanda við að finna sér fasteign miðað við þarfir hans og óskir. Löggiltur fasteignasali skoðar alltaf eignir með kaupandanum. Frón tryggir að hann fái tækifæri til að gera kauptilboð í óskaíbúðina, sem er mest spennandi hluti kaupanna. Allir hafa sama möguleika. FRÓN metur með þér fjáhagslega möguleika. Kauptilboðum er fylgt eftir, bætt eftir atvikum þar til að aðilar hafa náð samkomulagi um efni kaupsamnings eins og greiðslur, afhendingu og fylgihluti. FRÓN býr yfir rafrænum samskiptum og rafrænum undirskriftum.

FRÓN sér um alla skjalagerð sem tengist fasteignaviðskiptum, svo sem að afla gagna, semja söluyfirlit, kauptilboð, kaupsamning, uppgjör og afsal, svo og aðra löggerninga sem snúa að kaupunum, sölu eða leigu á fasteignum.

Við finnum heppilegan tíma til að halda fund til að rita undir kaupsamning með lögg. fasteignasala. Aðilum gefst tækifæri að spyrja og fá frekari ráðgjöf. Við höfum ánægju af því að miðla þekkingu okkar. Við tryggjum að öll skilyrði séu uppfyllt í kaupsamningsgerð.

FRÓN fer m.a. yfir þessi atriði með viðskiptavinum við kaup:

  • Við upplýsum kaupendur um öll kauptilboð sem hafa borist í fasteignina, þ.e. hvaða tilboðsverð hefur verið boðið í eignina. Þetta er ekki leyndarmál né lagalega rangt.
  • Yfirlestur söluyfirlits, útskýrir hvað það felur í sér. Les yfir yfirlýsingu húsfélags. Fer yfir allar helstu áherslur kauptilboðs, svo sem þá fyrirvara sem nauðsynlegir eru.
  • Skoðar eignaskiptasamning og greinir séreign, sameign eða sameign sumra, svo eitthvað sé nefnt. Útskýrir fyrir hvað stendur lóðasamningur og hvar og hvernig er hægt að finna veðkröfur á fasteign o.s.frv.
  • Greinir hvort framkvæmdir séu yfirvofandi og hver sé staða fasteignagjalda.
  • Greinir og skilur uppgjörsreikning, lögskilareikning og hvenær rétti tíminn er til að gefa út afsal. Hverju eigi að þinglýsa og hvar.

Kaupendur gera þjónustusamning við fasteignasalann. Inn í honum fellst m.a. að gæta hagsmuna kaupandans og fasteignasalinn megi aðstoða kaupandann við fjármögnunarferlinu, eins og að afla upplýsingar um fjármögnun. Annasrt um að fara með öll skjöl í þinglýsingu, sækja þau úr þinglýsingu og senda skjöl til og frá fjármögnunarfyrirtæki. Fyrir þetta er greitt 49.900 auk 24% vsk.