Jarðir – kaup og sala

Það er ýmislegt sem að ekki liggur í augum uppi þegar jörð er keypt eða seld. FRÓN fasteignamiðlun aðstoðar við að upplýsa hvað er nauðsynlegt að hafa í huga við jarðakaup eða sölu. Við sérhæfum okkur í að selja jarðir og notum þá reynslu okkar í það. Við leggjum metnað okkar í að gera alla skjalagerð sem tengjast því sem best.

Stundum þarf að skipta upp landi eða lóðum ef á að selja hluta úr jörð eða kaupa.

FRÓN aðstoðar við að finna hvar landamerkin eru og finna skráðar heimildir fyrir þeim, einnig við að gera ný landamerki eða hvernig á að stofna lögbýli ef þörf er á.

Mismunandi tegundum jarða geta fylgt mismunandi réttindi, svo sem veiðiréttur og vatnsréttur eða önnur hlunnindi. FRÓN rannsakar hvort einhver slík réttindi geti fylgt með í kaupum.

FRÓN getur aðstoðað við að vita hvort sé hægt að stunda sjálfbæran búskap á jörð eða vistvænan búskap. Annast samskipti við aðrar stofnanir eins og skipulagsyfirvöld, ráðuneyti og sveitarfélög eru nauðsynleg þegar aðilaskipti eru á jörð eða landi.