Um FRÓN

Finnbogi Kristjánsson
Eigandi
Eigandi FRÓN fasteignamiðlunar er Finnbogi Kristjánsson lögg. fasteigna- skipa- og fyrirtækjasali, svo og lögg. leigumiðlari. Finnbogi hefur áhuga á fólki, samfélaginu, náttúrunni og viðskiptum. Hefur einstakan áhuga á að aðstoða fólk við að selja eða eignast fasteign. Hefur einnig ánægju af hönnun fasteigna og nýtingu fasteignar til endurskipulagningar og fjárfestingar.
Finnbogi hefur sérhæft sig í sölu á fasteignum og ráðgjöf á sviði fasteignaviðskipta, fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir, síðan 1986. Finnbogi er með menntun frá EHÍ í löggildingarnámi fyrir fasteignasala, skipa- og fyrirtækjasala. Hann hefur jafnframt lokið löggildingarnámi fyrir leigumiðlara. Þar að auki hefur hann lagt stund á nám í rekstrar- og viðskiptafræðum við HÍ svo og prófi í viðskipta- og rekstarfræðum frá Bifröst og próf í búfræði frá Hvanneyri. Hann hefur lokið B.sc. námi í ferðamálafræðum frá HÍ með áherslu á félagsvísindi og viðskipta- lögfræði sem aukagrein.
Hann hefur starfað við fasteignasölu um 37 ár. Einnig sinnt sérfræðiráðgjöf á þessu sviði í tæpa fjóra áratugi. Verið dómkvaddur matsmaður í ágreiningsmálum á fasteignasviði fyrir dómstólum. Verið matsmaður fyrir fjármálafyrirtæki í áhættumati fasteigna og greint horfur á fasteignamarkaði. Einnig tekið verkefni fyrir einstaklinga, rekstrarfélög, ráðuneyti, bændur, landeigendur og sveitarfélög, við uppkaup og sölu fasteigna. Unnið við gerð stofnskjala og landskiptingu jarða.
Finnbogi hefur sinnt skipasölu með skip og kvóta. Selt hótel og ferðaþjónustufyrirtæki, svo og sinnt kaupum og sölum fyrirtækja eða samruna þeirra. Einnig gert leigusamninga um fasteignir.
FRÓN fasteignamiðlun eða Finnbogi Kristjánsson, fasteignasali er ekki í sérhagsmunafélagi eða sambærilegum félagasamtökum sem vinna gegn samkeppni og neytendasjónarmiðum.